Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 24
24
Halldór Hermannsson
mikla erfiöleika, einkum vegna ísreksins, náðu þeir loks
landi 4. júní á suðvesturströnd eyjarinnar. Engin landdýr
voru þar sjáanleg, hjeldu þeir því norðaustur með strönd-
inni, fóru á ísum þar sem hægt var, og veiddu seli sjer
til matar. Mac Clintock hafði mælt nokkuð af þessari
strönd, en nú reyndu þeir að mæla það, sem hann hafði
eigi komist yfir; það gekk þó illa vegna stöðugrar snjó-
komu og þykkviðris. Hinn 15. júní komust þeir til Cape
Mac Clintock, norðurenda eyjarinnar. Hjeldu þeir enn í
norðaustur út á ísinn og fundu eftir eina dagsferð nýja
eyju, sem Vilhjálmur nefndi Brockseyju; reyndist hún til-
tölulega lítil; fóru þeir meðfram suðvesturströnd hennar
og fundu brátt enn nýtt land, er þeir nefndu Bordens-
eyju. Pó höfðu þeir ekki tíma til að rannsaka hana
frekar, því að nú var farið að hlýna í veðri og ill færð
á ísnum og tíðir álar, en Vilhjálmur vildi komast til
Cape Kellett áður hvalfangarar, er kynnu að vera þar
um slóðir, færu suður, því að bæði vildi hann kaupa
ýmislegt af þeim, ef þess væri kostur, og líka senda
skýrslu um rannsóknirnar til stjórnarinnar í Ottawa.
Hjer sneru þeir því við, og fóru til Melville-eyjar og
meðfram vesturströnd hennar og síðan yfir Melville-
sundið frá Cape Russell til Mercy Bay, og var það mjög
ilt yfirferðar. Voru þeir nú komnir til Bankslands og
ætluðu því að stefna beint yfir land til Cape Kellett, en
þá varð fyrir þeim stórfljót, sem þeir lengi gátu ekki
komist yfir; fóru þeir upp með því í átta daga uns þeir
fundu vað á því, en það var svo djúpt og straumhart,
að hefðu þeir ekki haft þungar byrðar á bakinu, hefði
straumurinn borið þá með sjer. Til þess að flytja allan
farangurinn, urðu þeir að fara þrjár ferðir yfir fljótið. í
seinustu ferðinni fann Vilhjálmur að hann mundi verða
borinn af straumnum; sneri hann því við og tók upp
þriggja fjórðunga stein og bar á baki sjer og komst