Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 60
6o
Sigfús Blöndal
veita íslendingum þessi forrjettindi vegna þess hve fáir komi
til háskólans, sem auðvitað sje mest að kenna því, að þeir
almennt ekki hati efni á að kosta sig til náms. í’að verður
ekki sjeð hvort konungur hefur tekið þetta upp hjá sjálfum
sjer, eða ekki, en líklegt er þó að upptökin sjeu hjá einhverj-
um lærðum íslending eða Islandsvini, sem hafði aðgang að
honum, og mætti ýmsa til nefna. Er næst að halda að ein-
mitt Christopher Walkendorph, sem áður er nefndur,
hafi átt mestan þátt í því, og að þetta hafi einmitt verið eitt
af því er orsakaðist af íslandsför hans 1569, er hann var
sendur af konungi með höfuðsmanns valdi (eftir Henrik Krag),
til að gera út um ýms stórmál og kynna sjer hag íslands.
Gæti hugsast að biskuparnir báðir, Guðbrandur Þorláksson á
Hólum og Gísli Jónsson í Skálholti, og eins Arngrímur lærði
hafi ýtt undir hann með þetta. Þó er ekki, að því jeg viti
til, nein brjef til nú, er sýni það.1) Síðan voru lík rjettindi
gefin færeyskum stúdentum og 1607 líka 12 norskum stú-
dentum, og enn síðar nokkrum fleirum. 1 — 2 frá Eysýslu og
Gotlandi og 2 frá Friðriksborgarskóla og 8—10 af stúdentum
frá Kaupmannahafnarskóla (o: Metropolitanskólanum). Er
tfmar liðu var þessu þó breytt, svo loks voru það íslendingar
og Friðriksborgarar einir sem höfðu forrjettindi.
Daglegt líf stúdenta á Garði var auðvitað mótað af
menningu þeirra tíma. Húsakynnin voru heldur kaldleg og
óvistleg. Gólfin voru steinlögð, veggirnir kalkaðir, og loftin
ómáluð bjálkaloft. í gluggunum voru litlar, blýgreyptar rúður,
og fyrir gluggunum út að götunni voru járnstengur, en ekki
fyrir þeim sem vissu inn að garðinum. Venjulega bjuggu
tveir og tveir saman (contubernales, sambýlismenn) og hjelst
það fram á 20. öld. Höfðu þeir þá tvö herbergi, var innra
herbergið notað til lestra (musæum) en hið ytra var svefnher-
bergi ('cubiculum), og stóð þar svo oft mikið rúm ætlað tveim-
ur, með sparlökum. Venjulega urðu stúdentar að sjá sjer
sjálfum fyrir húsgögnum, og árið 1710 var þeim gert það að
skyldu. Ljós og eldivið fengu þeir ókeypis að r.okkru leyti,
og er svo enn. Einstöku menn urðu til að stofna smásjóði,
til gagns Garðbúum og bætti það nokkuð úr hag hinna fá-
tækari. Til að þjóna sjer og ræsta herbergin hjeldu Garð-
búar í fyrstunni sveina, sfðar vinnukonur, en 1718 var bann-
að láta aðra annast þau störf en vinnufólk dyravarðar.
*) Sjá um dvöl Walkendorphs á íslandi Kirkjusögu Finns biskups IIÍ.
8 — 9 og Hirðstjórannál Jóns Halldórssonar í Safni til sögu íslands II,
bls. 707—7 11.