Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 105
Sveinbjörn Gestur Sveirtbjörnsson
°5
háskólans meö heiðri og sóma, og nám sitt stundaði
hann mjög rækilega. í september 1866 hafði hann verið
fjögur ár á Garði, og þá var þeim styrk lokið og aðal-
styrknum, hinum svokallaða kommunitetsstyrk. Svein-
björn hafði unnið sjer nokkuð inn með kenslu, einkum í
frakknesku meðan hann var á Garði, en nú hefði að lík-
indum orðið þröngt í búi hjá honum, þá er hann flutti af
Garði, ef kennarinn í frakknesku í Herlufsholmsskóla hefði
eigi beðið hann um að kenna frakknesku fyrir sig hinn
næsta vetur, því að hann hafði fengið leyfi til utanferðar.
Sveinbjörn tók þessu með gleði og leysti starf sitt svo
vel af hendi, að sumarið eftir, þá er kennaraembætti losn-
aði við latínuskólann í Árósum, var honum boðin þar
tímakennarastaða í frakknesku sem aðalnámsgrein (1887).
Hann sá nú brátt að hann gat ílengst þar við skólann,
enda var hann skipaður þar adjunkt 1890. Eftir það að
hann var kominn að skólanum í Árósum, hætti hann
eðlilega við allan embættispróflestur, því að hann þurfti
ekki á því að halda, eins og raun bar vitni um. Aftur á
móti fór hann á hverju sumri til Frakklands, og dvaldi
þar á ýmsum stöðum í sumarleyfinu til þess að fullkomn-
ast í frakknesku og kynna sjer framburð Frakka í öllum
helstu hlutum landsins. Hann lagði sig snemma mjög
eftir rjettum framburði og stundaði mikið hljóðfræði.
Árið 1907 varð Sveinbjörn yfirkennari við lærða skól-
ann í Árósum og lektor 1919, þá er breyting var gerð
á kennaralögunum í Danmörku. Hann gegndi embætti
sínu mjög samviskusamlega. 1922, er hann hafði kent í
35 ár við skólann, var þess minst með hátíð í Árósum.
Á öllum þeim árum hafði aldrei komið fyrir einn einasti
dagur, að Svbj. Sveinbjörnsson kæmi ekki í kenslustund-
ir sínar. í hitt ið fyrra tók heilsa Sveinbjarnar alvarlega
að bila og var hann veikur alt árið sem leið, þótt hann
væri á fótum til dauðadags nema þann tíma í marsmán-