Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 87
Brjef til Jóns Sigurðssonar
»7
Mósisbókum. Arctúrus var í H(afnar)íirði þegar Spica
fórst, og hjelt sjér við með eldinum; annars hefði hann
farið þar upp. Þetta ætti fremur að heita Vindland en
Island, og þá kemst vit í titilinn jöfurs »Vinda konúngur«.
Já bezti bróðir, þú ert heldur góðrar vonar um málefni
okkar. Guð geíi því öllu sigur og góðan enda. Eg get
í þeim efnum ekkert stutt þig, einúngis óskað þjer góðs
og ekki staðið i móti þjer, en eg get stutt þig til að
fræða fólkið um nytsamlega og góða hluti, sem að vísu
miða til framfara, þó það sje ekki beinlínis í pólitískumefnum.
Vatnsdalssystur hifa fengið eldritin. Nú er Elín
Stephensen trúlofuð Theodor Jónassen, Kristín Siemsen
Sveini Guðms. á Búðum, og Ólafía dóttir Sr. Ólafs, Páli
frænda sínum syni Sr. Jóns á Stóranúpi. Petta eru nú okk-
ar1) helztu textar og umtalsefni í borginni. Eg beiddi
Sigurð bróður að senda þjer grafskript yfir Helga biskup.
Sumir segja að Clausen sýslumaður flytji sig í hús hans
að vori komandi. Nú fer 3., 4. og 5. heptið af alþ tíð.
fyrra parti; hinn var allur búinn. Eg veit eg hefði haft
og þurft margt við þig að hjala meira en þetta, en eg
er einhvern veginn so sálarlaus og ærður þenna síðasta
dag, að eg man nú ekki meira. Pú fyrirgefur mjer að
vanda. Pú hefir nú gjört það öðru hverju undir 40 ár.
Konan mín og dætur biðja kærlega að heilsa ykkur. Og
heilsaðu ástsamlega frá mjer og lifðu nú heill og vel.
Pinn einlægur br.
Páll Melsteð.
VII.
Rvík 3 Júní 68.
Elskulegi bróðir minn.
Eg þakka þjer hjartanlega fyrir þann »Gotneska«.
Eg á nú 5 slík almanök frá þjer, mjer til skemtunar og
Leiðrj. úr nokkar, sem mun vera ritvilla.