Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Blaðsíða 39
Vilhjálmur Stefánsson
39
lægra landa, en hann á reyndar þar við ramman reip að
draga, því að fordómar manna á þeim eru sterkir. Eng-
inn efi er þó á því að hann hefur alveg rjett fyrir sjer í
því, að af þeim löndum má fá meiri arð en nú fæst
þaðan. Auðvitað er honum ljóst, að það væri fásinna
fyrir menn að flytja þangað og ætla sjer að fara að búa
þar eins og í tempraða beltinu; jarðrækt yrði þar jafnan
lítil, en hins vegar mætti ala þar upp stórkostlegar
hjarðir hreindýra og moskusnauta,1 og kæmi heiminum
það vel, því að altaf minkar það land, sem haft er til
beitar; það er tekið til ræktunar smátt og smátt, og við
það minkar ketframleiðslan; ketverðið hækkar eftir því
sem minna er framleitt af því, og með fólksfjölguninni
eykst eftirspurnir eftir því. Með eftirliti og rjettri aðferð
má ala þar norðurfrá miljónir hreindýra og halda þannig
ketverðinu nokkurnveginn lágu. En hreindýraket er herra-
mannafæða og mundu flestir fljótt venjast við það. fetta
eru engir draumórar hjá Vilhjálmi, því að þetta hefur
verið reynt í Alaska og gefist vel, og nú hafa undir
stjórn hans og á kostnað Kanadastjórnar verið flutt
hreindýr frá Evrópu til Baffínslands og annara landa þar
austan til; eru þau friðuð í fleiri ár, svo að þeim geti
fjölgað í næði, en eftir vissan tíma má fara að veiða þau
og flytja ketið á markaðinn. Á sljettunum vestan Hudsons-
flóa og á mörgum eyjanna þar norður frá er sem stendur
mesti aragrúi hreindýra og lifa Eskimóar á þeim aðal-
lega, að minsta kosti á sumrin. Pessi innfæddu hreindýr
1) I’essi dýr eru líka kölluð á útlendu máli ovibos eða sauðnaut.
f’ykir Vilhjálmi það betra nafn, bæði af því að það tekur skýrt fram
einkenni þeirra, því að þau Iíkjast sumpart nautgripum sumpart sauðfje,
og svo af því að honum h'kar ekki nafnið moskusuxi eða moskusnaut,
því að það gefur mönnum ranga hugmynd um dýrin. Af því nafni fá
menn þá hugmynd, að af þeim standi moskusþefur, en svo er ekki. bað
er enginn slíkur þefur af ketinu, nema ef vera skyldi af nýrunum, en
þess gætir varla; dýrin eru ágæt til fæðu og húðin mjög sterk og þjetthærð.