Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 85
Brjef til Jóns Sigurðsscmar
85
held. hann verði góður læknir. Konan mín hefir legið
síðan fyrst í marz; hún komst lítið eitt á fót, en sló nið-
ur aptur, og þá hjelt eg að hún mundi fara, so varð hún
aum. Sjúkdómar eiga ekki af mjer að ganga bróðir
minn, en þeir hafa bætt mig og styrkt mig. Heilsaðu
kærlega. Lifðu so heill og vel elsku bróðir.
Ifinn einlægur vin
Páll Melsteð.
VI.
Reykjavík 3. Jan. 1868.
Elskulegi bróðir minn.
Gleðilegt ár, og allar ókomnar æfistundir. Aldrei
hefir það komið fyrir mig áður að skrifa þjer um þetta
leyti. En tempora mutantur og s. fr. Parna kom
Arctúrus, þó seint væri (20. Dec.), og nú eruð þið víst
farnir að telja kallinn af, og syngja, eins og súngið var
forðum um þig og Skapta sál. (833 *Á sjáfarbotni sitja
tveir seggir í andarslitrum« etc. En Arctúrus kemur til
ykkar á öndverðum þorra, og þá eruð þið góðir. Eg
þakka þjer nú margfaldl. fyrir alt og alt, brjefið, alman-
akið, bókina. Það er bezta og skemtilegasta bók fyrir
mig. Eg er strax búinn að lesa talsvert í henni, og svo
fleiri bókum, sem eg næ í t. d. framhaldi af Allens
Norðurlandasögu, tímaritinu »fra alle Lande«, Flam-
marion um himininn, Steenstrups tímariti etc. Nóg er til
að lesa, ef eg nú mætti vera að því fyrir processum.
Nú kom Stefán sýslum. Björnsson og beiddi mig stefna
til yfirrjettarins barnsfaðernis sök hans. Nafni minn í
Árkvörn sendi mjer mál móti Jóni í Múla, Porvarður
Ólafsson mál í móti Ásgeiri á Lundum, útaf arfi eptir Árna
kallinn bróður Sr. Búa sál. etc., so nú hefi eg nóg á
minni könnu, að ógleymdu Jacobsens málinu, sem [erj