Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 100
IOO
Athugasemdir
Fjalla-Eyvind; er þáttur Gísla af Fjalla-Eyvindi, Höllu, Arnesi,
Abraham og Hirti prentaður í Rvík 1914, og í Söguþáttum
eptir Gísla Konráðsson Rvík 1915 — 20, bls. 56—94. Hins vegar
birti Gísli Konráðsson í 2. ári íslendings þátt Grafar-Jóns og
Staðarmanna, og er þess getið að þáttur sá er eftir hann. —-
Norðurfarir; hjer á P. M. við langa ritgjörð, er hann rit-
aði um xFerðalög manna um norðurstrendur Ameríku og út-
hafið þar fyrir norðan«. Upphafið af henni var þá komið út í
íslendingi; hún er prentuð í I ári bls. 169 — 71, 185—87,
II. ári, bls. 40—43, 49—50, 113 — 116 og III. ári, bls. 1—6
og 17 — 19.
S bls. Ottesen = Pjetur Ottesen f. 1815, d. 20. okt.
1904. P. M. nefnir hann í Endurminningum sínum, bls. 77.
Hann var mesti dugnaðarmaður og heyrði jeg P. M. oft minn-
ast þess. Ottesen keypti Ytra Hólm á Akranesi 1859 af frú
Þórunni M Stephensen, ekkju sjera Hannesar Stephensen, og
bjó þar í 32 ár.
S. bls. Smith = Martinus Smith (d. 21. desbr. 1884),
kaupmaður í Reykjavík, áður í Stykkishólmi (tengdasonur
Boga Benediktssonar á Staðarfelli). Hann vildi koma á fje-
lagsskap til fiskiveiða og ritaði um það í íslending I. ár,
180 — 182.
Bls. 78. Hítardals skræður = brjefabók sra. Jóns
Halldórssonar hins lærða í Hitárdal. P. M. hafði, er hann
var sýslumaður í Mýra og Hnappadalssýslu, útvegað J. S.
hana að láni hjá sra. Þorsteini Hjalmarsen í Hitárdal, en
Jón skilaði henni eigi aftur. Hún komst með handritum J. S.
í Landsbókasafnið.
Bls. 78 og 83, stúdentaskrá. P. M. ritaði fyrir J. S.
skrá yfir stúdenta úr latínuskólunum á íslandi, sbr. Brjef frá
P. M. til J. S. bls. 118, I20—21, 122.
Bls. 80. 100 r. til Thomsens, þ. e. H. Th. August
Thomsen, kaupmaður í Reykjavík, d. 8. febr. 1899. P. M.
verslaði við hann og átti ýms önnur viðskifti við hann. Aug.
Thomsen var fyrsti fjehirðir kvennaskólans og hinn mesti
sómamaður. Reykjavíkurdeild Bókmentafjelagsins gaf út Mann-
kynssögu P M., en deildin var fátæk og gat eigi borgað rit-
launin nema stundum. Hljóp þá Hafnardeildin undir bagga
með henni sem oftar. P. M. fjekk 10 rd. fyrir örkina, uns
það var hækkað upp í 40 kr. eftir tillögu sjera Eiríks Briems,
er þótti 10 rd. (20 kr.) langt of lítið. Það mun hafa verið
þá er 3. bindið af nýju sögunni kom út (1872 — 1875), en
annars má sjá það f gjörðabókum Reykjavíkurdeildarinnar.