Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 102
102
Smágreinar.
Sveinbjörn Gestur Sveinbjörnsson.
Aðfaranótt hins 8. janúar þ. á. andaðist í Árósum yfir-
kennari Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Hann var sonur sjera
Sveinbjarnar Hallgrímssonar og konu hans frú Margrjetar
Narfadóttur. Sjera Sveinbjörn var hinn fyrsti ritstjóri
Þjóðólfs og síðar prestur að Glæsibæ í Eyjafjarðarsýslu.
Par fæddist Sveinbjörn sonur hans hinn 17. desember
18.61. Faðir hans andaðist á nýjársdag 18Ó3 (sbr. Norð-
anfara 2. ár, bls. 8 og 16), en móðir hans flutti búferlum
með börn sín til Reykjavíkur 1864, og þar ólst Svein-
björn upp og lærði undir skóla. Hann fór í latínuskólann
vorið 1876; þá um haustið kom Niels Finsen frá Fær-
eyjum í skólann og vorum vjer sambekkingar hans fjög-
ur síðustu árin. Vjer vorum þá 20 í 3. og 4. bekk, en
í 5. bekk týndum vjer tölunni, þá er Jakob Sigurðs-
son frá Botnastöðum, mikill atgjörvismaður, andaðist 19.
nóvbr. 1880; mintist jeg hans og Ólafs Einarssonar
skólabróður míns, er fjell frá þrem vikum áður, í Norð-
anfara 13. janúar 1881. Síðan hafa margir fallið úr hópn-
um, en næstur varð Gísli Guðmundsson frá Bolla-
stöðum, nágranni Jakobs heitins, einhver hinn fjölhæfasti
maður í hópnum; hann týndist á sjóferð milli Árósa og
Kaupmannahafnar 30. júlí 1884. Hannes Hafstein mintist
hans vel í Heimdalli, mánaðarblaði, er þá kom út í Kaup-
mannahöfn. Niels Finsen, hinn góði og samviskusami
maður, var og einn af þeim, sem kembdi eigi hærurnar.
Hann andaðist 24. septbr. 1904 á 44. árinu, en guð gaf
honum þá hamingju að verða velgjörðamaður alls mann-
kynsins. Hann er hinn eini maður úr latínuskólunum á
íslandi, sem orðið hefur heimsfrægur.
Sveinbjörn var góður námsmaður, einkum þá er hann
tók að þroskast og fyrstu skólaárin voru liðin.