Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 80
Páll Melsteð
80
alástæðu að eg kann ekki þá sögu, og þar næst þó eg
hefði kunnað meira en eg kann í henni, þá vil eg hafa
hana sjerstaka. Búðu nú til fyrst ofurstutt ágrip af henni
og siðan aðra stærri. Pig einan vissi eg kunna. Illa
heíði eg verið staddur, hetðirðu ekki og þín deild hjálpað
mjer í sumar með þá ioo rd. til Thomsens. Nú þarf eg
þó ekki að svelta í vetur. Vertu blessaður fyrir það sem
annað. Eg á enn dáltið hjá deildinni, sem hún getur
eigi borgað mjer. Eg varð varaskrifari deildaritinar á
síðasta fundi, það var eg ytra á dögum Friðriks 6. fyrir
26 árum eða meir. Nú er eg líka kominn so hátt að
eg á að kenna dönsku í efri bekkjunum í stað Jónasar
Guðm(undssonar), sem kennir í prestaskólanum. Guð
hjálpi Dönum og dönskunni í mínum höndum.
Eg held eg hætti að tvímenna Pjóðólfi um nýárið.
Mjer ltkar ekki sú samreið margra hluta vegna. Eg
get þar aldrei staf skrifað þó eg vildi, því Collega minn
hefir svo fult upp af öllu, að þar kemst eg aldrei að. Og
hann getur valla brúkað mig. Hann er líka so langorð-
ur, að hver hans grein er eins og ormurinn lángi, en
blaðið vill hann ekki stækka. Hvað segirðu um kallinn
í kláðamálinu • tvisvar lækníngamaður og tvisvar niður-
skurðarmaður I En hvernig stendur á honum í fjárhags-
málinu? Pað skil eg ekki, og skil það þó, þegar eg
lnigsa til hans stundum sem jurista og málaflutuingsmanns,
því að ef þar er ekki hríngl í höfuðlærdómunum á stund-
um, þá er eg illa svikinn. Eg. hefði aldrei í þjóðóif far-
ið, ef það hefði ekki verið vegna skildíngatina, sem kall-
tetrið borgar mjer, nl. 6 rd. um mánuðinn, sem er meira
en eg vinn fyrir hann, af því eg fæ ekkert að skrifa.
Og veit eg þó ekki nema eg hefði getað orðið honum til
liðs, ef hann hefði viljað og kunnað að brúka mig. Við
eigum ekki að vera saman, heldur hvor á móti öðrum
eins og [við] y(fir)r(jettinn), það gengur bezt. —