Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 57
Úr sögu Garðs og Garðbúa
57
að ráða bætur á þessu. Þá bauðst tækifæri árið 1617 að
Mette Hardenberg ekkja Kristjáns Friis kanslara dó. Hún
átti stóran og veglegan garð á horninu á StóruKanúkagötu og
Kjötmangaragötu (Kobmagergade), með fallegum turni og tal-
inn með mikilfenglegustu aðalmannahúsum, er þá voru til í
borginni. Erfingjar hennar vildu selja garðinn, en háskólinn
gat ekki í svipinn greitt svo mikið fje sem þurfti. Þá var
það að Kristján IV. hjálpaði háskólanum og lánaði »hinum
hálærðu« í ágústmánuði 1618 9000 dali, svo Kommúnítetið
gæti náð kaupunum. Fjekk konungur þetta fje auðvitað
borgað aftur á sínum tíma, en meDn voru honum mjög þakk-
látir fyrir þessa hjálp, og eins fyrir það að hann beitti sjer
snarlega í málinu svo kaupin gætu gengið saman, og farið
háskólanum í vil. Það er því ekki rjett sem oft hefur verið
sagt að Kristján IV. hafi stofnað Garð; en hann hjálpaði há-
skólanum rösklega til að framkvæma hugmynd afa síns og
föður um stúdentabústaðinn.
Nokkuð af lóðinni var tekið frá til annara þarfa (pró-
ferssorsbústaða o. fl, en á austasta parti hennar milli Stóra
Kanúkastrætis og Skitnastrætis (Skidenstræde, sem nú heitir
Krystalgade) var garðinum breytt í stúdentabústað, sem nú
til heiðurs konunginum var kallaður »Collegium Regium <')
(síðar stundum ranglega Collegium Domus Regiæ2) eða á
dönsku Regensen. Gekk breytingin fremur seinlega og það
var fyrst árið 1623 að fyrstu stúdentarnir gátu flutt inn í
garðinn. Álmunni út að Kjötmangaragötu var breytt í bæna-
hús 1627 og síðar (1635) í kirkju fyrir stúdenta, en þar sem
hún reyndist oflítil, var Trinitatiskirkja reist og var það há-
skólakirkja til þess árið 1683, en kirkjan á Garði var notuð
aðeins við morgun- og kvöldbænir og sem æfingasalur fyrir
stúdenta við kappræður og predikanir.
Af myndum af Kaupmannahöfn frá þessum tíma má
greinilega sjá að Garður hefur verið mikilfenglegt stórhýsi.
Fallegur trjágarður með grasflöt og linditrjám að vestanverðu
heyrði til.
Kommúnítetið (»klaustrið«) og Garður var skoðað sem
einskonar tvær deildir í sömu stofnun, og höfðu sameiginlega
stjórn fyrst framan af undir yfirumsjón háskólans, og rjeði
guðfræðisdeildin þar mestu. Frá stjórnarinnar hálfu átti kansl-
ari konungs og ríkishofmeistarinn að hafa eftirlit með því,
‘) Konunglega kollegíið.
') Kollegium konungsfólksins.