Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 75
Brjef til Jóns Sigurðssonar
75
I.
Rv. 12. Jul. 1848.
Elskul. bróðir minnl
Jeg þakka þjer ástsamlega fyrir brjefin þín og send-
íngarnar með skipunum í sumar.
Nú sendi jeg þjer 40 Majusa og 40 Júníusa at
R(eykja)v(íkur)p(óstinum); hafirðu feingið Majus með skipi
D. Thomsens, þá sendir þú mjer hann aptur, item bið
jeg þig senda mjer aptur með póstskipi allt það afþessu
öðru ári Rvp., sem þú heldur ekki gangi út. Slæmir eru
Danir að veita dönskum manni Strandasýslu, sem að lík-
indum er ekki betur fallinn til að vera sýslumaður en jeg,
en vantar þar að auki það, að kunna íslensku, og slæm-
ur er Gísli Magnússon, ef hann hefur gefið honum góðan
vitnisburð fyrir kunnáttu í íslensku, eptir 6 vikna kennslu.
Strandamenn ættú að heimta, að þessi kall væri yfirheyrð-
ur hjer á skólanum í málinu, eða þó rjettara ekki taka
við honum og senda hann aptur innsiglaðan til Rentu-
kammersins. Nú ætla Danir sjer að demba hjer uppá
okkur dönskum embættismönnum, til þess að halda okk-
ur við trúna, því vera má þeir fari nú að hugsa, að við
förum að sjá smátt og smátt hvað þjóðerni er og þjóð-
rjettindi. — Góður er Sveinbjörnsson að þora ekki að
halda fundinn, en aptur á móti tekur hann sig til og
býr til gjafabrjef handa Dönum, sem hjer hángir í hverri
mángarabúð, og sem fylgir hjer með til fróÖleiks og
skemtunar.
í gær áttum við hjer dálítinn fund og sömdum
bænarskrá til konúngs; helzta efni hennar er að þjóðin
fái sjálf að velja 4 af þessum 5 paurum, sem k(onun)g(u)r
vill sjálfur kjósa. Ekki er nú til mikils mælst, þó við
bíðjum um að hafa jafnrjetti við Dani. Pó vildi faðir
minn ekki skrifa undir, helzt af þeirri orsök að hann vill