Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 115
Um ættgengi
»5
vægar til þess, að rjettari skilningur náist á hinum margvís-
legu fyrirbrigðum lífsins á jörðunni, að allir, sem hafa áhuga
á þessum vísindum, grípa fegins hendi góðar bækur, sem
koma út um þau, og það er óhætt að fullyrða, að þeir grípa
ekki í tómt, sem ná í þessa nýútkomnu bók prófessors Johann-
sens, Hún er skrifuð af hinum mesta lærdómi og þekkingu
og styðst þar að auki við fjöldamargar rannsóknir og tilraun-
ir, sem höf. hefur sjálfur gert eða látið gera um nokkra ára-
tugi. En hið besta við bókina er, að meiningar og skoðanir
höfundarins sjálfs koma ljóslega fram alstaðar. í hinum erf-
iðustu spurningum og getgátum gefur hann sjálfstæð svör,
bygð á eigin rannsóknum sínum og rökleiðslum. Þetta varp-
ar lífi og krafti yfir hið torskilda efni, sem einnig er raðað
niður á skýran og skipulegan hátt. En þrátt fyrir þetta er
bókin þung aflestrar og krefur mikla ástundun og marga yfir-
lestra til þess að menn geti haft fult gagn af henni; þó hygg
jeg að gáfaðir íslenskir búfræðingar og mentaðir bændur geti
haft bæði gagn og gleði af að lesa hana
Höfundurinn byrjar á því að rekja sögu ættgengiskenn-
inganna á umliðnum öldum og dvelur einkum við skoðanir
hinna forngrísku náttúrufræðinga, Empedaklesar, Demokrits,
Hypokratesar, Platos og Aristotelesar. Hann sýnir fram á, að
skoðunum þeirra hlaut að vera mjög mikið ábótavant, eins og
seinni alda lækna og fræðimanna, vegna þess að þekkingin
á öllum meginatriðum æxlunarinnar, bæði { jurta- og dýrarík-
inu, var mjög ófullkomin. Skoðanir manna á þessum efnum
bygðust aðallega á heimspekilegum rökleiðslum, bæði í fornöld
og á miðöldunum og eiginlega tókst vísindunum fyrst að
bregða meiri birtu yfir innri byggingu getnaðarfæranna og þar
með yfir alla tímgun, sem er undirstaðan undir öllum ætt-
gengisrannsóknum, í byrjun 19. aldarinnar, og verður því að
geta um þessar uppgötvanir með nokkrum orðum.
Það var fyrst árið 1828 að Karl Ernst von Baer
uppgötvaði eggið í eggjastokkum konunnar. Reyndar höfðu
þeir Harvey, Redi, Malpighi og einkum Graaf gert mikilsverð-
ar uppgötvanir á byggingu æxlunarfæranna þegar á 17. öld,
og eins má geta þess að Leeuwenhoek var eiginlega sá fyrsti,
sem fann og lýsti sáðsellunum 1677. En það var þó fyrst
eftir uppgötvun Baers og eftir að Oskar Hertwig sýndi fram
á að meginregla við alla frjóvgun er, að sæðissella borar sig
inn í egg samskonar tegundar, að rannsóknir á tímgun og
ættgengi gátu farið að byggjast á vísindalegum grundvelli.
Höfuðatriðið við alla æxlun er, að tvær frumlur eða sell-
8*