Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 122
122
Bad Nauheim
Böðin eru einnig notuð við gigt, fitusýki, blóðleysi og
ýmsum öðrum sjúkdómum, er jeg skal eigi telja, því að jeg
vil að eins vekja athygli landa minna á stað þessum. Læknar
geta, ef þeir vilja, ritað stjórn baðanna, eða læknafjelaginu í
Bad Nauheim, eða »Verkehrs-Búro«-inu þar og fengið bækl-
inga um böðin og aðrar upplýsingar ókeypis.
Þá er jeg kom til Bad Nauheim í hitt ið fyrra, var blóð-
þrýstingurinn í mjer 185 til 190, og jeg gat eigi sofið nema
4 eða 5 stundir á sólarhring. Einhver hinn frægasti læknir
hjer í Kaupmannahöfn gaf mjer engar vonir um bata, og eigi
fekk jeg heldur að vita greinilega hvað að mjer gekk; en þá
rak Vald. Erlendsson læknir í Friðrikshöfn mig suður til Bad
Nauheim. Jeg var svo heppinn að fá þar ágætan lækni, dr.
med. B. Schuster, sem einn þýskur vinur minn benti mjer
á, og hjá honum fekk eg fyrst að vita greinilega um sjúk-
dóm minn. Hann kvaðst geta sagt mjer fyrirfram að blóð-
þrýstingin mundi að minsta kosti falla niður í 165, og svo
varð eftir 5 böð, og þá fór eg að sofa mjög vel. Eftir 11
böð var blóðþrýstingin orðin 150. Jeg hefði líklega orðið
ónýtur til allrar vinnu innan skamms, ef jeg hefði eigi farið
til Bad Nauheim.
Síðan 1910 hafa venjulega komið 33 til 40 þúsundir
gesta til Bad Nauheim til þess að nota böðin, nema 1914 og
1915; þá var aðsóknin minni sökum ófriðarins; en 1915 var
þó tekið að leita þar lækninga handa hermönnum. Flestir
aðkomumenn eru Þjóðverjar, en fyrir ófriðinn voru þó 9000
til 10000 útlendinga far'nir að sækja böðin á hverju ári. 1917
voru þeir að eins 468, en nú fjölgar þeim óðum aftur.
Aðalbaðtími er frá 1. apríl til 30. septbr. ár hvert, en
böð fást þar þó í mars og í oktbr. og nóvbr., en alls ekki
þrjá miðvetrarmánuðina.
Loftslagið er gott og heilnæmt í Bad Nauheim, og þótt
heitt sje á sumrin, er þó jafnan svalt þar við saltvinsluverkin.
Bogi Th. Melsteð.
Gunnar Gunnarsson, Leg1 med Straa. Af Uggi
Greipssons Optegnelser. Kbh. 1923. (Gyldendal). 322 bls.
Verð 7 kr. 50 a.
Eftir lestur þessarar bókar dettur manni fyrst í hug, hve
mikið af efninu muni vera ritað eftir æskuminningum höfund-
arins og hve mikið af því sje hreinn skáldskapur, því að öllum
mun ljóst, að það er bernskuferill höfundarins frá hjerumbil
3. til 8. ársins, sem er rakinn með svo mikilli umhyggju
og nákvæmni í bók þessari. En hvað sem því líður, þá er