Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 48
48
Finnur Jónsson
sem málruglunin hófst; líka gæti það verið komið úr
lágþýsku. Orðið er þó nú býsna gamalt; Guðm. Andrjes-
son hefur bábiljur (profanæ nugæ et fabulæ); en hann
hefur líka sögnina bábiljast; hana hefur S. Bl. ekki.
Guðmundur hefur líka babb (barbarorum sermo) og að
babba. í (ný)norsku finst ekkert af þessum orðum. Þar
á eftir kemur löng runa af orðum með bað- sem for-
lið og þar á meðal baðstofa, með mörgum (15) sam-
setníngum (alt auðvitað í nýju merkíngunni). Par er og
baðari. Þar eru orð sem baðstofnun, -herbergi, -hús,
-klefi, -kofi, -staður; baðdæld, hola, -ker, -ketill,
-ofn; baðföt, -handklæði, -lak; baðheitur, -hiti;
baðgestur, baðlæknir -lækníng o. s. frv. 011 þessi
orð eru allúng og gera ráð fyrir síðari tíma »böðum* og
»böðun«, og sama gerir baðleðja. Öll eru orðin íslensk,
þ. e. samsett af orðum, sem eru íslensk; það var lítill
vandi að mynda þau í líkíngu við orð í öðrum málum,
t. d. baðdæld, sbr. badebassin á dönsku o. s. frv.
Böðun á sauðfjenaði til að drepa kláðamaurinn er síðari
tíma tíska; og myndaðist þá orð sem baðlyf og bað-
lögur; þar um mátti líka hafa baðlæknir og bað-
lækníng. Orðin með forliðnum baðstofu- eru öllum kunn
f-biti, -dyr, -gólf o. s. frv.), og eru eflaust mörg af þeim
forn, þótt ekki komi fyrir í gömlu ritunum, en sum bera
þess augljós merki, að þau eru til orðin, eftir að bað-
stofa hafði fengið ýngri merkínguna. — baðmull er
nýmyndað eftir »bomuld« (á þýsku »baumwolle«), og
kom þar í góðar þarfir, að baðmur var til í fornmál-
inu, þó það sje annars horfið síðan, nema hjá skáld-
unum; líkt er að segja um baðmólía (ólía tökuorð),
og mætti nefna þesskonar orð hálftökuorð eða tökuorða-
bræður.
Svo koma orð sem baga (vísa) og baga (sagnorð),
og ýmsar samsetníngar með baga (-laus, -legur,