Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 38
38
Halldór Hermannsson
brátt þykja þab gott, en þeir halda, að þeim muni aldrei
geta falliö það í smekk. Pó venjast Eskimóar furðu fljótt
á að eta saltaðan mat, og mjög skjótt venjast þeir á
tóbak. Ekki bannaði Vilhjálmur mönnum sínum að brúka
tóbak, en heldur mun honum hafa þótt það óþarfavara,
því að sjálfur brúkar hann það ekki. Hins vegar kaus
Peary ætíð menn með sjer, sem hvorki brúkuðu tóbak
nje áfengi; hann sagði að tóbakið dræi úr þoli manna,
og þeim, sem reyktu, væri hætt við mæðni í miklum
kuldum. Auk þess var byrðarauki að því og það spilti
loftinu í tjaldi eða snjóhúsi.
Ekki varð mönnum Vilhjálms neitt um það, er þeir
hættu við blandaða fæðu og tóku að lifa á keti eingöngu.
Hins vegar varð þeim ilt við breytinguna frá ketmat til
blandaðrar fæðu, og er orsökin til þess víst sú, að ket-
matur er fyrirferðarmikill og menn verða að eta mikið
af honum til þess að fá nægju sína. Pegar þeir byrja
aftur að eta blandaða fæðu, eta þeir líklega of mikið af
henni, og verður hún þeim of þung og kjarnmikil og af
því kann að stafa lasleikinn, sem með því fylgir. Ef þeim
væri skömtuð blandaða fæðan úr hnefa í fyrstu, mætti
líklega koma í veg fyrir illar afleiðingar af breytingunni.
Eitt er það, sem Vilhjálmur hefur sett sjer fyrir mark
og mið, og það er að leiðrjetta skoðanir manna á heim-
skautslöndunum, og hefur hann í ár (1922) gefið út bók
um það efni, sem heitir »Norðurstefna ríkisins« (The
Northward course of Empire). Almennt hafa menn
haldið, að alt væri ilt og ömurlegt þar norður frá,
kuldinn óþolandi, fannfergjan afskapleg, gróður eng-
inn og dýralíf heldur lítið — yfir höfuð þar væri
eiginlega ólífvænlegt. Hann sýnir fram á, að þetta sjeu
miklar öfgar, þvert á móti, þar sje vel hægt að lifa
og jafnvel að vissu leyti þægilega. Pó þykir mjer hann
ganga nokkuð langt í fortölum sínum um ágæti norð-