Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Blaðsíða 151
Skuldir íslands
15«
Alþingi, landsstjórnin og bankarnir hafa verið samtaka í
því, að stjórna fjárhag íslands óvarlega og illa. Ef fjárhag
Islands hefði verið prýðilega stjórnað, þá væri landið skuld-
laust. Ef að eins alþingi og landsstjórnin hefðu stjórnað vel,
þá væri landssjóður skuldlaus að mestu. ísland stóð betur að
vígi á ófriðarátunum en flest önnur lönd, því að það þurfti
eigi að ala her, og það rekur enga millilandaverslun (»transit«-
verslun), og það gefur að eins nauðsynjavörur af sjer, fæði
og fataefni, sem ávalt má selja. Nú hefur öll fjárhagsstjórn
vor verið þannig, að hver maður, sem hefur sparað fje sam-
an, hefur mist rúmlega helminginn. Allir sjóðir eiga nú rúm-
lega hálfu minna en áður, því öll peningaeign hefur fallið
um rúman helming. í’ó segja menn, sem koma af íslandi,
að sumum fjármálamönnum landsins þyki þetta eigi ilt, og
telji eigi nauðsyn að hefja gengi íslensku krónunnar; lands-
menn fái hærra verð fyrir bragðið fyrir vörur sínar!
Menn ættu að vita hvernig gengisfall peninganna hefur
farið með Rússland og í’ýskaland. — í’ar er það að vísu svo
stórkostlegt, en hver getur sagt með sanni, að það geti eigi
orðið stórkostlegt á íslandi, ef sömu stefnu er haldið áfram ? —
Hjer skalt nefnt eitt dæmi. í Berlín eru mörg Hknarheimili
fyrir aldraða og örvasa menn, er auðugir menn hafa sett á
stofn. Þau eiga um 70 miljónir marka; ársvextir af þeim
voru yfir hálfa þriðju miljón marka, og af þeim lifðu lfknar-
heimilin. En svo fjell markið svo mikið, að allir ársvextirnir
urðu eigi nógir til þess borga undir eitt brjefspjald, hvað þá
meira. Borgarstjórn Berlínar komst í hin mestu vandræði
með að halda Hknarheimilum þessum við lýði. Flestir þjóð-
verjar hafa liðið afarmikið við gengisfallið. Að eins »ríkið«
hefur unnið við það á einn hátt; það hefur losnað við ríkis-
skuldirnar, því að þær voru i n n 1 e n d a r. En hvílíkur skaði
hefur þetta eigi verið fyrir þann mannfjölda, sem hafðilánað
ríkinu alt lausafje sitt eða sparisjóðsfje.
Ríkisskuldir íslands eru flestar útlendar. l’ær vaxa við
fall íslensku krónunnar og verða óbotnandi.
Nú í vetur hafa í’jóðverjar komið gullgengi á hina nýju
seðla sína, rentumörkin eða gullmörkin. Tíu miljarðar marka
af gömlu seðlunum eru jafngildir einum »pfennig«, þ. e. tæplega
9/io úr eyri, eins og gengi krónunnar var fyrir ófriðinn. Ein
biljón marka í gömlum seðlum er eitt rentumark (= 89 aurar
í guTli). Síðan fast gengi komst á peningana fer hagur
manna á Þýskalandi stórum batnandi. Mikil fátækt er nú óvíða
nema í stórbæjunum.