Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 19
Vilhjálmur Stefánsson
9
smjúga með ströndum fram innan ísa; keypti hann og
mest af þeim forða, sem á skútunni, var. Sendi hann
nokkru seinna skipanir til dr. Anderson um að láta sig
fá ýmisleg áhöld og annan útbúning og senda það á til-
tekinn stað, svo að hann gæti lagt norður í haf fyrst í
marsmánuði.
fegar Vilhjálmur kom á hinn tiltekna stað og bjóst
þar að finna það, sem hann hafði skipað dr. Anderson
að láta af hendi, var honum sagt, að hann hefði neitað
að hlýða skipun hans, og að vísindamennirnir fylgdu allir
Anderson að málum. Var þá ekki annað fyrir Vilhjálm
að gera, en að fara á þeirra fund í vetrarbústað þeirra;
sló þar í rimmu með þeim foringjunum; kvað Anderton
þessa norðurferð Vilhjálms loddaraskap einn, sem enga
vísindalega þýðingu hefði og væri auk þess stórhættuleg;
vildi hann ekkert vera við hana riðinn eða styðja það,
að hún væri farin. í fyrstu virtust allir vísindamennirnir
fylgja honum að málum, en þegar Vilhjálmur gekk að
þeim og ljet þá greiða atkvæði með nafnakalli, hvort
þeir vildu hlýða eða óhlýðnast skipunum hans, sem var
yfirforingi þeirra, kom bilbugur á þá, og loksins voru flest-
ir á því að styðja hann að málum og fara eftir boðum
hans. Fjekk hann þá loks flestalt það, er hann vildi af
útbúningnum, og hann taldi ómissandi fyrir sig, — hann
gat sem sje ekki beðið eftir því, að verkfærin, sem stjórn-
in ætlaði að senda norður, kæmu, því að það hefði seink-
að ferð hans um heilt ár; þau mundu koma seinna í
góðar þarfir. Eins og var, hafði rimma þessi seinkað
ferð hans um þrjár vikur, og var það mikilsverður tími.
Einmitt þessi deila sýnir hvað ljósast kjark og dugn-
að Vilhjálms. Pví að það voru ekki eingöngu dr. And-
erson og fjelagar hans, sem efuðust um framkvæmanleik
og gildi slíkrar ferðar, sem Vilhjálmur hafði í huga, held
ur leist flestum, sem nokkur kynni höfðu af pólarrann-