Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Page 15
Vilhjálmur Stefánsson
*S
strönd Grænlands. Miklu erfiðara aðgöngu er svæðið
milli norðurpólsins og norðurstrandarinnar á Alaska, og
þar liggur það svæði sem Vilhjálmur Stefánsson hefur kallað
»torsó11a pólinn« (the pole of relative inaccessibiltly),
83° 50' norðlægrar breiddar, 1600 vestlægrar lengdar.
Pessi hluti íshafsins er órannsakaður með öllu, og vita
menn ekki, hvernig þar hagar til, hvort þar eru nokkur
lönd eða ísþakið haf.
Það var einmitt á þessu svæði, að Vilhjálmur vildi
reyna að auka þekkingu manna, og jafnframt reyna að-
ferð sína, hvort ekki mætti komast ,lengra norður eftir
með ljettum farangri og leggja það á hættu að lifa af
landinu eða sjónum eftir því sem tilhagaði þar. Hann
fjekk strax góða áheyrn. Náttúrusögusafnið í New York
lagði þegar fje til nýs leiðangurs og sama gerði Land-
fræðisfjelagið í Washington, en það var þó ekki nóg til
ferðarinnar. Bauðst því stjórnin í Kanada til þess að
búa út leiðangurinn og kosta förina að öllu leyti, og
þótti það tilhlýðilegt, því að Vilhjálmur var kanadiskur
borgari, enda átti hann að taka öll lönd, er hann kynni
að finna þar nyrðra, til eignar handa Bretákonungi. Varð
þetta að samningum, og var nú búið undir ferðina at
kappi og alt búið út sem best verða mátti. Það var
víst betur efnt til þessa leiðangurs en nokkurs annars, er
farið hefur norður eftir. Vilhjálmur Stefánsson var for-
inginn, en undirforingi var R. M. Anderson, sem áður
var getið; voru 15 vísindamenn þar með frá ýmsum
löndum. Leiðangrinum var skift í tvo flokka, er við get-
um kallað hinn syðra og hinn nyrðra eftir því hvar hlut-
verk þeirra lá. Syðri flokkurinn var undir forustu dr.
Andersons og átti að fást við landmælingar og allskonar
vísindalegar rannsóknir kringum Krýningarflóa og þar
suður af. Nyrðri flokkurinn, sem Vilhjálmur stýrði sjálf-
ur, átti hins vegar mestmegnis að fást við sjávarrannsókn-