Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 23
Vilhjálmur Stefánsson
23
heldur önnur lítil skúta, »Mary Sachs«, sem heyrði til
leiðangrinum. Var hún undir stjórn Bernard skipstjóra
og Wilkins ljósmyndara. Pegar Vilhjálmur kom til skip-
verja, ætluðu þeir varla að trúa sínum eigin augum. Var
það mögulegt, að hann væri kominn þarna lifandi? Jú,
það var vissulega hann sjálfur, við ágæta heilsu og í
góðum holdum; svo voru líka förunautar hans og hund-
arnir sex spikfeitir. Fengu þeir Vilhjálmur þá þær frjettir,
að allir hefðu fyrir löngu talið þá af, og kváðust þeir
Bernard hafa haldið skipinu þangað norður eftir vegna
trúfesti og vináttu við Vilhjálm og síðustu skipanir hans,
en ekki af því að þeir sjálfir eiginlega hefðu trúað því,
að þeir mundu finna hann lifandi. En dr. Anderson hafði
ekki hlýtt skipunum hans og sent bæði »Norðurstjörn-
una« og »Mary Sachs« vegna þess, að hann hefði þótst
fullviss um dauða Vilhjálms. Pess vegna höfðu ekki
heldur ýms áhöld og verkfæri til vísindalegra rannsókna
verið send norður með skipinu, og var það Vilhjálmi til
mikils baga. Pá fjekk Vilhjálmur og fregnina um, að
»Karluk« hefði sokkið, en að öll skipshöfnin hefði komist
lífs af, sem þó ekki reyndist að öllu rjett eins og síðar
mun sagt frá.
Um haustið og fram yfir skammdegið dvöldu þeir í
vetrarbúðum hjá skipinu og undirbjuggu ferðina, sem
Vilhjálmur ætlaði að fara norður eftir til rannsóknar jafn-
skjótt og daginn færi að lengja. Hinn 20 febrúar 1915
lagði hann á stað við fjórða mann, voru tveir hinir sömu
og áður, en þriðji maðurinn hjet Thomsen. Fóru þeir
meðfram vesturströnd Bankslands norður til Cape Alfred
og þaðan lögðu þeir út á ísinn og hjeldu til norðvesturs.
En nú vildi svo til að ísrekið var til suðvesturs og var
það þeim mjög til hindrunar; komust þeir þó til 76° 40'
n. br. og 131° v. 1., en þá sneru þeir beint til austurs
6. maí og stefndu til Prins Patrekseyjar, og eftir all-