Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 33
Vilhjálmur Stefánsson.
33
öldina telja menn óverandi þar norðurfrá á vetrum, og
reyna því að komast heim að haustinu. Pegar líður á
18. öldina, verða þó ýmsir til að dvelja um veturinn í
heimskautálöndunum, en þeir grafa sig jafnaðarlegast inn
í snævi þakin hús og þora ekki að ferðast neitt þann
tíma; liggja þar eins og birnir í híði. Síðar sjá menn
það, að veturinn er einmitt hentugasti tíminn til ferða,
þá er færið best og síst að óttast opnar vakir og ála,
en þó þora menn ekki annað en flytja með sjer alt sem
menn þurfa til matar, og gerir það ferðalagið seinlegt.
Vilhjálmur hefur manna ljósast sýnt, að menn geti ferð-
ast þar með mjög litlum farangri og víðast hvar lifað af
því, sem landið og sjórinn framleiðir — aðallega hrein-
dýrum, moskusnautum og selum. En nú er líklegast að
alveg nýtt tímabil sje að byrja, því að hjeðan af þurfa
menn varla eins mikið að brúka sleða og hunda, heldur
geta menn sjálfsagt notað til þessara kannana flugvjelar
og ef til vill kafbáta, og hyggur Vilhjálmur, að þeir
kunni jafnvel að verða notasælli en flugvjelarnar. Fram-
tíðin verður þó að sýna, að hvaða gagni það verður. 1
öllu falli er nú með loftskeytum hægt fyrir pólarfara að
standa í sambandi við bygðir.
Pessari fimm ára pólarferð hefur Vilhjálmur lýst í
stórri bók, sem kom út 1921 og heitir »Hin þokkasælu
heimskautslönd« (The friendly Arctic). Pað er merki-
leg bók, vel skrifuð og hefur að geyma mikinn fróðleik.
Eru þar auk lýsingar ferðarinnar og annars, sem fyrir
augun bar þar nyrðra, ýmsar athuganir höfundarins, sem
vekja til umhugsana. Sjálfsagt er hann einn af þeim fáu
mönnum, sem þekkja Eskimóana vel og skilja hugsunar-
hátt þeirra. Pó þeir sjeu jafnaðarlega taldir ósiðaðir og
villimenn, þá vill hann ekki viðhafa þau orð um þá. Að
vísu hafa þeir ekki þau þægindi lífsins eða þá þekkingu,
sem menningarþjóðirnar hafa, en hjá þeim hefur hann
3