Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Page 26
26
Halldór Hermannsson
þessa voru þeir samt ófáanlegir, því aö þeir kváðust ekki
geta lifað á hvítra manna mat, en ekki var hægt að fá
þá til að trúa því, að þar mætti veiða seli og hreindýr
til matar; þeir voru þeirrar skoðunar, að þar væru engin
dýr, og það er ómögulegt að fá þá til að skifta skoðun
sinni nema þeim sje sýnt í verkinu, að hún sje ekki rjett.
Varð Vilhjálmur því að hverfa frá þessu og fara þaðan
Eskimóalaus. Seinna urðu dálitlar viðsjár með leiðang-
ursmönnum og þessum Eskimóum, og tildrögin til þess
voru þau, að einn af fjelögum Vilhjálms hafði breytt
þannig gagnvart Eskimóum nokkrum, að þeir móðguðust
af því. Hann hafði farið með þá eins og þeir væru hon-
um miklu minni, en það þola þeir ekki, því að þeir þykjast
sjálfir vera hvítum mönnum fremri. Vilhjálmur fór jafn-
an með þá sem þeir væru jafningjar hans, og því naut
hann trausts þeirra og vináttu, enda fjekk hann skjótt
jafnað þenna ágreining og óvild, sem komið hafði upp
meðal þeirra gagnvart skipshöfninni. Annars var og
nokkuð mælt af norðurströnd Viktoríulands um haustið
og fyrri part vetrar, meðan birta entist tíl þess.
Nú hafði Vilhjálmur þrjár vetrarstöðvar þarna norður
frá, á Viktoríulandi, nálægt Cape Kellett og við Cape
Alfred á Bankslandi; þangað hafði »Norðurstjarnan<
loksins verið send um sumarið og þar voru þeir Wilkins
og Storkerson. Á öllum þessum stöðum var undir-
búningur meiri og minni undir langa rannsóknarferð
næsta vor.
I niars 1916 var haldið norður til Melvilleeyjar í
tveim flokkum, stýrði Storkerson þeim er fyrst lagði af
stað, en Vilhjálmur þeim síðari. Beir komust þaðan til
Bordenseyjar og var hún könnuð, en mjög reyndist hún
ber og gróðurlítil, þó nokkuð yxi gróðurinn, er lengra
kom inn í land. En ekki var auðið að mæla hana eða
kortleggja með neinni nákvæmni, því að það var jafnað-