Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 92
92
Páll Melsteð
sje farið að hnigna, hann er altaf að verða ógreinilegri
og langorðari í »innleggjum sínum*, og eptir því sem
þeir fjölga sem consulera mig — og þetta er ekki
tómt raup — þá ræð eg af því að færri komi til hans;
hann byrjar á ýmsum ritgjörðum en endar sumar aldrei,
og flest er nú botnlaust orðið, og gengið af göflum og
löggum hjá honum kallskepnunni. Hann les enga bók,
og veit so ekkert í sinn háls; hann er í mínum augum
orðið hálfgert viðundur og pólitískt flókatrippi, horað og
illgengt utan við lestina. Petta er nú okkar leiðtogi hjer
syðra. Guð hjálpi oss vel. En það sem verst er, það
er að við erum valla verðugir fyrir betra.
Gengur ekki yfir þig alt þetta, sem á gengur með
gjafakornið? Pað er hart í ári, en eg er óviss í að hjer
hefði þurft nema Htið eitt lán, og máske ekkert, ef fyrir-
hyggja, fjör, ráðdeild óg sparsemi væri við höfð. Eg
aumka meir þá í Múlasýslum eptir fjárskaðann mikla 15.
Okt. og þá daga, því eg held að mönnum hafi eigi verið
þar um að kenna. En hjer finnst mjer syðra, að menn
hefðu getað bjargað sjer með dugnaði og góðum vilja.
Mjer og mínum liður við þetta gamla. Heilsan er
góð, og allir hjá mjer frískir nema Sigríður dóttir mín,
þó hún sje betri en undanfarin ár, þá fær hún að líkind-
um aldrei fulla heilsu, og er það þúngt.
En maður hefir gott af mótlætinu bróðir minn; að
minsta kosti þurfti eg þess með. Eg hefi bæði gagn og
gaman af því að vera tímakennari í skólanum í vetur, og
kenni eg þar í tveimur bekkjum Geografíu og dönsku.
Eg hefi marga Processa þetta ár og nóg að sýsla, sem
betur fer, svo lítið hefi eg nú getað hugsað um söguna
um stund. Eó er eg að vona, þegar út á líður, að geta
snúist við henni.
Nú í þessu vetfangi kom Aug. Thomsen til mín og
sagðist fá hjá þinni deild þessa 74 r. Vertu blessaður