Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 28
28
Halldór Hermannsson
vegna þess, að kortið var svo rangt á þeim slóðum, að
þeir komust ekki til Melville-eyjar fyr en seint og síðar-
meir, og var þá um seinan að koma fyrirmælum foringj-
ans í framkvæmd. Fyrir því sá Vilhjálmur sjer ekki
annað fært en að fara nú sem fyrst yfir til Melville-
eyjar og komst hann þangað snemma í október 1916,
og hafði þá verið á ferð í 229 daga.
Um skammdegið dvöldu þeir á Melville-eyju á ýms-
um stöðum; voru þar ýms þægindi, svo sem kolanáma,
sem veitti þeim eldsneyti; líka var þar lítið forðabúr,
sem lagt hafði verið þar niður nokkrum árum áður af
kanadiskum manni. Urðu þær vistir til nokkurs gagns,
en sumir neyttu þeirra um of, sem síðar mun getið, en
ýms áhöld fengu þeir þar, sem þeim var bráðnauðsyn á.
Penna vetur áttu þeir þó við marga erfiðleika að stríða
og önnur óhöpp. Veturinn var mjög harður, snjóa- og
stormasamur, og »ísbjörninn«, sem átti að koma norður
þangað, kom ekki, að því er sagt var, vegna ísa, en lík-
lega var það ekki alveg rjett; nú lá hann suður við Vik-
toríuland, sunnar en fyrri veturinn; þó fjekk Vilhjálmur
ýmislegt úr skipinu þá um veturinn. Snemma í mars
í9í7 lagði hann á stað í þriðju sleðaferðina norður í
haf; fóru þeir fjelagar til Bordenseyjar og meðfram aust-
urströnd hennar, en brátt sendi Vilhjálmur alla mennina
aftur, nema þrjá (tvo hvíta menn og einn Eskimóa) og
með þeim hjelt hann beint norður ísa frá eyjunni. Hjer
komu þeir innan skamms ágamlan þykkan ís, sem hreyfð-
ist lítið, og er kallaður á vísindamáli »palæokrystallin«;
mátti ætla að norður af honum lægi land, vegna þess,
hve stöðugur hann var. En hjer var ilt til fanga, engir
selir og engir ísbirnir, og mátti því kalla þetta iseyði-
mörk. Nú kom það og brátt í ljós, að báðir hvítu föru-
nautar Vilhjálms voru alvarlega veikir. Peir höfðu kent
nokkurs lasleika um hríð, en þó ekki svo, að þeir væru