Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 7
Vilhjálmur Stefánsson
7
ar. fað hefur stöðvar víðsvegar um landið, meðal ann-
ars í Herschelsey. Maður sá sem var stöðvarstjóri þar,
þegar þeir Vilhjálmur komu þangað, hjet Fitzgerald, ötull
maður og duglegur sem aðrir af því liði. En hann trúði
ekki á kenningu Vilhjálms. Vilhjálmur ætlaði nú að halda
þaðan austur eftir, en fann að hann vantaði eitt, sem
hann taldi sjer nauðsynlegt, og það var nægur eldspýtna-
forði. Hann fór því til Fitzgeralds, sem hafði nóg af þeim,
og bað hann að láta sig fá eins mikið og hann þyrfti.
Pessu þverneitaði Fitzgerald, og kvaðst eigi vilja vera
valdur að því, að Vilhjálmur legði í þessa hættuför, sem
annaðhvort yrði honum að bana eða hann yrði til þyngsla
Eskimóum þeim, er hann ætlaði að leita uppi. Fitzgerald
gerði þetta ekki af illvilja heldur af því, að hann vildi
hindra Vilhjálm í að framkvæma það, er hann taldi .fífl-
dirfsku eina. Sýnir þetta meðal annars kjark og festu
Vilhjálms, að hann hjelt sínu fram, hvað sem hver sagði,
og jafnvel gegn ráðum þeirra, er best þektu landið. En
synjan Fitzgeralds olli því, að þeir fjelagar gátu eigi lagt
austur eftir haustið 1908 eins og þeir höfðu ætlað.1) Pví
að nú varð Vilhjálmur að leggja af stað vestur til Point
Barrow, 400 enskar mílur frá Herschelsey, til þess að
sækja eldspýtur, en það var næsti staðurinn, sem hægt
var að fá þær. Pessi ferð vestur eftir seinkaði þvf að
’) I þessu sambandi má geta afdrifa Fitzgeralds, því að þau eru
Ijóst dæmi upp á skopleik forlaganna. Tveim árum seinna, meðan Vil-
hjálmur var austur frá og lifði þar af landinu, frjetti hann lát Fitzgeralds,
sem borið hafði þannig að. Asamt tveim öðrum mönnum hafði hann
farið með póst frá Fort Macpherson til Dawson, tiltöluiega auðvelda ferð,
og urðu þeir allir úti. í*eir höfðu, eins og venjulegt var, haft með sjer
svo mikið af vistum, sem talið var nægilegt til ferðarinnar, en af vissum
ástæðum og ófyrirsjeðum erfiðleikum hafði hún varað lengur en áætlað
var. Peir höfðu vanrækt að veiða dýr á leiðinni og lifa á þeim til þess
að drýgja vistaforðann; afleiðingin var sú, að vistir þrutu, og er þeir
höfðu etið alt ætilegt, sem þeir höfðu með sjer, hunda og skinnklæði,
ljetust þeir loks af kulda og hungri.