Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 129
Um fækkun alþingismanna ' 129
Landinu ætti að skifta í 16 kjördæmi og kysi hvert
þeirra einn þingmann, en hina átta ættu landsmenn að velja
í heild sinni. Skyldi einn þeirra — ef hægt væri — vera
sjómaður, annar versiunarmaður, þriðji verkamaður og hinn
fjórði bóndi, en hinir skyldu kosnir af hverri sijett er menn
vildu
það ætti ekki að vera mikil ástæða til þess á íslandi að
skifta alþingi i tvær deildir, en af því að landsmenn eru stund-
um hlutdrægir og misvitrir í gjörðum sínum, þá hefur það
oft komið að góðu liði að alþingi er t tveim deildum. Þá er
önnur deildin hefui stundum samþykt óheppilegar ályktanir,
hefur hin einstaka sinnum felt þær og þannig komið í veg
fyrir það, að alþingi gerði sig sekt í glapræði og óheppileg-
um málalyktunum. Þótt tvídeild alþingis hafi eigi ávalt getað
hindrað óheppileg málaiok, eru þó líkindi til þess, að heilla-
vænlegast -je. að alþingi sje f tveim deildum, þótt þingmönn-
um sje fækkað Væri nóg að 16 eða 15 þingmenn sætu í
neðri deild, en 8 eða 9 í hinni efri, og gætu þeir unnið al-
veg eins mikið, ef þeir eru sæmilega valdir, eins og 42 menn
vinna nú á alþingi, 28 f neðri deild og 14 í hinni efri.
Jeg skal ekki fjölyrða um þetta, því að jeg ætla að öllum
mönnum. sem til alþingis þekkja, sje það fullljóst, að verk
alþingis fara ekki eftir liöfðatölunni, heldur eftir því hvernig
það er skipað, og hvort hinir vitrustu, verkfærustu og sam-
visku<ömustu menn ráða þar eður eigi Öllum íslendingum er
líka ljóst, að eins og alþingi er orðið nú, þarf það mikilla
endurbóta og lireinsunar við Sumar fjárveitingar þess sýna
það og sar,na, og útbýtingar á launuðum störfum og kosn
ingar til ýmsra vandaverka Jafnvel drykkfeldir menn óg
hirðulausir eru t. a m. skipaðir til þess að hafa eftirlit með
helstu peningastofnunum landsins.
En svo er líka önnur endurbót, sem jeg vil leggja hjer
til. Eins og kunnugt er hefur það haft meira eða minna ill
áhrif á alþingi. að margir alþingismenn hafa hugsað um að
verða ráðherrar. Það spillir þeim sjálfum og alt landið eða
þjóðfjelagið hefur orðið að súpa seyðið af því Til þess að
koma í veg fyrir alla þá spillingu og það tjón, sem af þessu
leiðir, þyrfti því að gera það að lögum, að enginn
þingmaður, hvorki karl nj e kona, sem ætti sæti á
alþingi eða hefði verið þar, mætti verða ráðherra.
Samkvæmt Stjórnarskránni á konungur að nefna ráðherrana.
og til þess ætti hann því að eiga fullan rjett til að nefna þá
sem best kunna að stjórna, og hafa sýnt, að þeir kunna að
9