Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 49
Um íslensku vorra tíma
49
mikill), svo alt aö 20 samsetníngar með bagga- (-band,
•burður, -fær o. s. frv.). Lítt hugsandi er, að öll þessi
orð sjeu allúng; flest víst komin alla leið frá fornöld,
því að altaf hefur verið alt flutt í böggum á hestbaki til
síðustu tíma. Hjer hlýtur það því að vera tilviljun, að
ekkert þessara orða stendur í Fritzner. Meðal þessara
orða er baggalutur; hvernig þetta orð á að skiljast,
hef jeg aldrei skilið. Um þessa steina má t. d. lesa í
Islands lýsíngu Porv. Thoroddsens II, 260—61; hann
skrifar orðið með u (ekki ú). S. Bl. skrifar það bæði með
u og ú, og eftir honum merkir orðið líka »lítinn dreng-
hnokka* og »dordíngul«. Eggert Ólafsson skrifar bagga-
lutar (framburður hans sjest ekki greinilega), en í registr-
inu við bókina er orðið skrifað baggahlutar; líklega er
það rjett, og hlutur síðari liðurinn. Pessir steinar eru
hnöttóttir. Eggert segir að þeir sjeu vanalega tveir og
tveir saman, og yrði þá skiljanlegur fyrri liðurinn, og
samlíkíngin við bagga (á hesti). Annars kvað þeir vera
kallaðir hreðjasteinar.
Pá koma orð sem bági, bágur og bág-samsetn-
íngar nokkrar (-borinn,-koma, -legur, -lyndur, -stadd-
ur og bágindi (bágindatíð); varla eru þessi orð allúng.
bagl, bagla og baglari er það víst heldur ekki; þó
er ekkert þeirra í bók Guðm. Andrjessonar.
Pá kemur flokkur með bak sem forlið afarstór (yfir
80); þar er kvennk. orðið baka með sjerstakri merkíngu,
sem varla er fráfornöld; bakábyrgð er nýtt, bakhönd,
bakrafurmagn, baksa, baktálknar, bakþjöl líka; en
bakþil og bakþúfa mega vel vera forn og mörg önnur
o. s. frv.
bakara- samsetníngar koma þá (einar 7) og eru vel
flestar efalaust nýjar; svo og b akstur-samsetníngar, sem
allar gætu verið gamlar, sumar líklega þó ýngri.
Jeg sleppi bal og bala (slfður og slíðra), sem eru
4