Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 119
Bad Naulieim
9
og ljós að allir geta haft meira og minna gagn af að lesa
hana. Öllum helstu sjúkdóntum og sjúkdómseinkennum er lýst
svo vel og oft ýtarlega, einnig sjersjúkdómum, að eg er viss
um að meira að segja læknanemendur geta sumstaðar notið
góðs af lækningabók þessari, til þess að fá yfirlit yfir helstu
sjúkdóma, í byrjun námsins Höfundur hefur unnið landi og
þjóð mikið þarfaverk með samning og útgáfu bókarinnar.
Vald. Erlendsson.
Bad Nauheim
Hjer um bil þingmannaleið (37 '/2 km.) fyrir norðan
Frankfurt am Main er einhver hinn ágætasti baðstaður, sem
til er á Þýskalandi. Þó er það ekki svo að skilja, að bað-
staður þessi sje hinn stærsti eða hinn glæsilegasti nje hinn víð-
frægasti í útlöndum, en vatnið, sem er baðað í, er hvergi
betra, sterkara og áhrifameira t víðri veröld en þar og óvíða
nærri eins gott Baðstaður þessi heitir Bad Nauheim og
stendur suðaustan undir felli, er Jóhannesberg heitir; er það
endi á ásum, er ganga suðaustur úr Taunusfjallgarði. Efri
liluti Bad Nauheims er í hlíðunum suðaustan í Jóhannesbergi
og hallar þaðan hægt niður á grundirnar fyrir neðan í breið-
um og grunnum dal; rennur dálítil á, er Ursa heitir, eftir
dalnum. Hjeraðið umhverfis heitir Wetterau og er mjög
frjósamt. Er mjög fagurt að horfa yfir bæinn og sveitina af
Jóhannesbergi. Á því er allmikill útsýnistum, en alt er fellið
skógi vaxið að ofanverðu; eru góðir vegir bæði fyrir vagna og
gangandi menn lagðir um allan skóginn og bergið, og við
þæinn og utan í hlíðunum eru fagrir og víðáttumiklir skemti-
garðar; er mikil fegurð að þeim og þægindi.
Uppá miðju Jóhannesbergi eru rústir af virki (castra), er
Rómverjar bygðu á 1. öld e. Kr. Þeir höfðu þar hervörð,
10 menn eða 12; var virki þetta traust eftir því sem þá
gerðist, þótt það væri lítið. Rústir þessar hafa verið grafnar
út fyrir nokkrum árura, og er fróðlegt að sjá þær nærri 1900
ára gamlar. Þarna sunnarlega á Mið-Þýskalandi eru allvíða
rústir eftir Rómverja; þangað norður eftir gekk ríki þeirra á
dögum keisaranna
Fyrir 30 árum voru 3 til 4000 manna í Bad Nauheim,
og lifðu þeir á akuryrkju, saltgerð, og á böðunum. Nú eru
bæjarbúar 1 2000 og lifa mjög margir þeirra af baðgestunum.
Böðin í Nauheim var tekið að nota um 1835, og komu
það ár 95 baðgestir þangað. í byrjun 20. aldar var tekið
að reisa ný baðhús, grafa upp uppspretturnar og búa sem