Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 53
Um íslensku vorra tíma
i>3
(af bar = barr) gæti vel verið fornt. — bárlaus =
bárulaus (í skáldskap) og bárumikill mætti segja sama
um. barlegur = ötull, gæti og vel verið fornt, og er
það víst, það er myndað af lýs.o. barr, sem er fornt.
— barlest er tökuorð (ballast), en dregið nokkuð að
ísl. máli. Svo kemur barlómur og 3 samsetníngarþhjal,
-kráka, -sónn); ekkert af þeim er víst fornt; orðið
barlómur hefur verið sett í samband við »að berja
lóminn« (lómur þ. e. fuglinn, af eymdarlegum hljóðum
hans) — barmur er sameigið fornu og nýju máli, og
gæti þá eins barmafullur verið fornt sem nýtt, þótt
ekki komi það fyrir í fornritum. Par á móti er barm-
sparaður (í einum málshætti) tæplega fornt orð.
Samkvæmt þessu yfirliti er það óefanlegt, að mörg
af þeim orðum, sem hjer hafa verið talin, gætu vel verið
forn, og eru það víst. En hin eru þó fleiri talsins, er
ýngri munu vera, og mörg alveg ný, sumt tökuorð, en
þau eru samtals merkilega fá og leidd til íslensks máls-
eðlis. Pað sjest og, sem áður var á minst, að með hvarfi
hluta eða hugmynda hverfa orð og nöfn; með nýjum
hlutum og hugmyndum koma ný orð og nöfn. Pað er
eðlileg rás, og hefur alla tíð verið svo, og svo mun æ
verða til ragnaraka.
Breytíngarnar eru, sem sjá má, ekki litlar, einkum
að því er snertir orðaforðann, og það er hann, sem hjer
hefur verið dvalið við um hríð. Jeg læt þess hjer getið,
að mjer finst stundum sem óþarflega mikið sje til búið
af nýyrðum. Stundum kemur það til af því, — virðist
mjer, — að nýyrðasmiðirnir eru ekki nógu kunnugir
eldri bókum og blöðum, og máli því, sem þar finst; þar
eru orð, sem oss eldri mennina rámar í, orð sem gera
nýyrði (um það sama) óþörf. Pau eru til orðin af van-
þekkíngu, líka nokkuð af orðabókarskorti.
En það er ekki orðaforðinn einn, sem er breyttur,