Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 66
66
Sigfús lilöndal
umsjón á Garði. 4. maí 1759 var forrjettur Islendinga auk-
inn svo, að íslenskir stúdeniar, sem útskrifuðust frá lærðum
skólum í Kaupmannahöfn, Hróarskeldu, Helsingjaeyri og Slag-
else, skyldu njóta sömu rjettinda sem þeir, er komu frá íslandi.
Borðhaldið í klaustrinu reyndist ekki eins vel eftir aft
það var byrjað á ný. Voru menn oft óánægðir með matinn,
og ýmsar deilur risu úr því. Varð þetta smámsaman til þess
að því vai hætt, og með konungsúrskurði 12. okt. 1736
ákveðið, að hver stúdent í stað máltíðanna skyldi fá 4 mörk
á viku sem kostpeninga. Aðalástæðan mun hafa verið hinn
mikli kostnaður, sem lagðist á Kommúnítetið við að endurreisa
Garð og klaustrið eftir borgarbrunann. Upprunalega var til
þess ætlast að matarhaldið gæti byrjað aftur, þegar efnin
leyfðu, en úr því varð ekki. Aftur á móti hjeldust klaustur-
æfingarnar áfram, og kirkjugöngur stúdenta, einkum Garðbúa.
Þó fór smámsaman að draga úr öllu þessu, og skeyttu menn
lítið um tilraunir yfirboðaranna til að halda öllu f gamla
horfinu En rás tímans varð yfirsterkari, og þegar á leið 18.
öldina munu flestir hafa fundið að ekki var til neins að reyna
að halda við klausturæfingunum. f’ví þó að einstöku dispú-
tasíur væru vel samdar og fróðlegar, eins og t. d. sumar eftir
íslenska höfunda um ýmislegt á íslandi (t. d. ritgerð Bjarna
Pálssonar um ísl. jurtir og söl (17 49)) og norrænum fræðum
viðvíkjandi, þá var þó allur þorrinn mjög ómerkilegur (»um
saltstyttuna, sem kona Lots breyttist í«, >um svita Krists«, »um
fi.kinn sem gleypti Jónas« o, s. frv.); stundum voru ritgerð-
irnar út af spakmælum eins og ritgerð Hálfdáns Einarssonar
1753 »Hver er sjálfum sjer næstur«. í Erasn>us Montanus
gerir Holberg skop að misbrúkun þessaia æfinga, og áreiðan-
lega ekki að ástæðulausu Einstöku lærðir og vitrir háskóla-
kennarar reyndu að laga þetta, og loks fór svo að þær voru
alveg teknar af árið 1777.
Það er óefað, að yfirleitt eru breytingarnar smámsaman
á betra veg. Eftir því sem líður á 18. öldina ber minna á
ruddaskap og óreglu hjá stúdentum, og það glaðnar yfir and-
lega lífinu En um leið virðist oft bera á andlegum hroka,
og honum ekki litlum, gegn öllum öðrum stjettum. Sam-
heldnin milli stúdentanna fór smávaxandi. Kom hún ekki
síst fram í deilunum við herforingjana, sem hjeldust við, og
stundum urðu allillkynjaðar. 1734 var stór slagur á »Krind-
sen«, svæðinu kringum lfkneskið á Kongsins Nýjatorgi, og
1771, 25 nóv. varð nafnkunnur slagur í Konunglega leik-
húsinu, milli stúdenta og foringja. Höfðu stúdentar tekið sig