Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Blaðsíða 73
Úr sögu Garðs og Garðbúa
73
kom það, af því að íslenskir stúdentar áður á tíðum voru
oftast nær eldri og betur þroskaðir líkamlega en þeir dönsku,
og þoldu því betur vín og voru kraftameiri. Nú hygg jeg
ekki sje orðinn neinn verulegur munur á þjóðunum hvað
þetta snertir. Oft ömuðust danskir stúdentar yfir því, að
íslenskir stúdentar fengu að heiman stækan og þefmikinn mat
(hákarl, rikling og hangiket), sem þeir geymdu ( skápum sín-
um; var þeim þá oft ómaklega brugðið um sóðaskap. Nú
var að vísu satt, að auðvitað hefur það komið fyrir, að margur
stúdentinn hefur hegðað sjer öðruvísi en hann átti og draslað,
en sje litið á stúdentastjettina yfirleitt hygg eg ekki menn geti
sagt með sanni, að íslendingar hafi misbrúkað Garðstyrkinn.
Jeg tók mig einu sinni til að rannsaka Hafnarstúdenta frá
árunum 1886 — 1900, sem eg hafði alla þekt persónulega, og
gæta að því, hvernig farið hefði fyrir þeim, sem hjeðan fóru
próflausir. Jeg fann þá að aðeins örfáir hötðu sfarið í hundanac,
— allur þorrinn af þeim, sem svona höfðu farið hjeðan, orðið
nýtir og góðir menn í þjóðtjelaginu, og sumir þeirra jafnvel
komist í fremstu röð, orðið þjóðkunnir og dugandi menn.
íslendingar hafa nú mist einkarjett sinn til Garðstyrksins
1918 og æðri mentun okkar verður framvegis ekki eins mótuð
af andlegum straumum Danmerkur og Hafnarháskólans. En
þvl mun enginn neita, að margt gott höfum við sótt þangað.
Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson, Hannes Finnsson, Skúli
fógeti, Jón Eiríksson, Fjölnismenn og Jón Sigurðsson, Hannes
Hafstein, Gestur Pálsson — hvað eigum við ekki þessum gömlu
Garðbúum að þakka! Sakamannatjelagið á 18 öld, stúdenta-
fjelögin íslensku á 19 og 20. öld, skáldaklíkurnar og bókmenta-
ijelögin í Höfn, alt þetta 'nafa verið sterkir og merkilegir þættir í
menningu okkar. Og því er það að margir íslenskir menta-
vinir geta sent og munu senda Garði hjartanlegustu heilla-
óskir á afmæli sínu, og óska þess um leið, að altaf verði
einhver íslenskur námsmaður við Hafnarháskóla talinn maklegur
til að búa á Garði, og gangi þar í spor bestu samlanda sinna.
(Aðalheimildarrit: C. E. F. Keinhardt: Kommunitetet og
Regensen fra deres Stiftelse indtil vore Dage. Kbh. 1862. (Sjerprent úr
Historisk Tidskrift, 3. Række 3. bd.). 2. (O. Andrup:) Gammelt og
nyt fra Regensen. Kbh. 1911. — 3. Regensens Visebog. 1923. — 4.
Rasmus Nielsen; Regensen: Erindringer fra 1858—62. Kbh. 1906.
— 5. S. Skouboe: Sonner af den rode Gaard. Kbh. 1914. — 6.
Knud Fabricius: Regensen gennem 100 Aar. Kbh. 1923.
Sigfús Blöndal.