Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 63
Úr sögu Garðs og Garðbiía
63
þær sjeu lengri en i’/a örk. Þeir sem tóku þátt í þessum
veglegri æfingum, fengu þóknun fyrir af kommúnítetinu, höf-
undurinn (prœses) (frá því árið 1641) ríkisdal, aðalmótsvarand-
inn (respondens) 2 mörk, og hver af hinum mótsvarendunum
(opponentes) 1 mark. þetta lagðist þó niður bráðlega. Stund-
um ljeku stúdentar latnesk leikrit eftir forna höfunda. Þá
var það kvöð í fyrstunni á öllum styrkþegum að predika eftir
röð út af fræðum Lúthers 1 Heilagsandakirkjunni og kirkjunni
við Sankti Jörgens spítalann; en 1635 var því breytt svo að
einungis duglegustu stúdentarnir voru teknir. Fólki þótti yfir-
leitt lítið koma til þessara ungu lærifeðra, og var oft mannfátt í
kirkjunni. Var þá farið að halda þessar predikanaæfingar í
Garðkirkjunni á laugardögum. Og loks var því alveg hætt.
Daglegt líf stúdenta á 16. og 17. öld og staða þeirra í
þjóðfjelaginu var alt öðru vísi — og miklu lakari yfirleitt — en
nú. Slark var mikið, einkum drykkjuskapur algengur. Að
vísu var strangur agi á háskólanum, en brotin voru tíð og
stór. Allur þorri stúdenta átti við fátækt að búa, og því
voru kommúnítetsstúdentarnir miklu betur settir en flestir
hinir. Þó var ekki lítil stjettartilfinning og samheldni hjá
þeim, sem stundum kom fram. Við og við sjest að stúdentar
hafa átt í brösum við ýmsa aðalsmenn og þjóna þeirra, og
1645 kvað svo ramt að því, að Just Hög ríkiskanslari kvart-
ar yfir því við Sjálandsbiskup að stúdentar hegði sjer ósæmi-
lega, hrópi út um glugga háðsyrði til þeirra, kasti grjóti eftir
aðalsmönnum á strætum úti o. s. frv. Er það í sjálfu sjer
skiljanlegt að stúdentar í baráttunni milli konungs og borgara-
stjettarinnar öðru megin en aðalsins hinn megin yrðu honum
andsnúnir.
Á ófriðarárunum 1658—60 breyttist hagur stúdenta á
ýmsan hátt. Þeir tóku drengilega þátt í vörn höfuðborgar-
innar, er Svíar sátu um hana. Voru stúdentar þá í sjerstakri
sveit, alls 266 manns, og meðal þeirra 134 af þeim 144
stúdentum, sem þá hötðu kommúnítetsstyrkinn. Var sagt að
Svíum þætti »þeir svörtu« skarpastir í útrásunum, — svo
voru þeir kallaðir — auk bátsmannasveitarinnar, sem líka
fjekk orð á sig fyrir hreysti. Eins og kunnugt er, svarf mjög
að Kaupmannahafnarbúum þegar á leið umsátina, og hefur
þá margur stúdentinn orðið að sætta sig við hungur og kulda,
vosbúð og sár og lát sinna bestu vina. Margir stúdentar voru
nefndir fyrir einstök hreystiverk. Af Islendingum þóttu eink-
um taka fram Teitur Torfason frá Kirkjubóli Snæbjarnarsonar,
Marteinn son Rögnvalds prests Einarssonar, og Oddur Eyjólfs-