Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 51
Um íslensku vorra tíma
5*
•bein, -biti, -brjef, -kringla o. s. frv. Efalaust eru surrt
af þeim forn, en önnur eru ýngri (t. d. banaskrá, nýtt,
á d. proskriptionsliste). Líka finst ban- mest til áherslu,
(bansoltinn).
Par á eftir flokkur mikill með banda- og band-
sem forlið. banda- hefur 2 merkíngar, eiginlega sem í
bandadagur, bandaleikur, bandavefstaður, og aðra
(= sambands-) svo sem í bandalag, bandafylki (-ríki)
o. s. frv. band- (um 40) hefur í allflestum samsetníngum
eiginlega merkíngu (bæði band og þráður). Er hjer aftur,
sem oft ella, að sum af þeim geta verið gömul og eru
það víst (bandvetlíngur, sbr. forna hestnafnið band-
vöttur), en aftur önnur ýngri; þar á meðal efalaust
nokkur, þar sem band- er til áherslu og aukníngar
(-óður, -ólmur, -ónýtur, -vitlaus); það er eiginlega
lítt skiljanlegt, hvernig band- hefur fengið þessa merkíng.
bánginn er danskt tökuorð en með íslenskri end-
íngu. — bángsast og bángsi eru eflaust ýngri orð.
E*á kemur flokkur orða með bann- sem forlið, ogf
er þá um tvennskonar bann að ræða, bann í fornu
merkíngunni (kirkju-bann) (-brjef, -færa, -færíng o. s.
frv.1); og bann í merkíngunni vín(sölu)bann, og er
hún eins og nærri má geta' alveg ný (-fargan, -lög,
-stjórn), frá síðustu tímum.
Pá er og nýtt orðið bánki, tökuorð, og hefur Is-
lendfngum með allri þeirra nýyrðasnilli ekki tekist að finna
orð fyrir það, og svo mun aldrei verða; bánki er orðið
alfast í málinu, og ótal (um 40) samsetníngar þar af,
síðari liðurinn þó ætíð alíslenskt orð (-stjóri, -sjóður,
-þjónn, -veð o. s. frv.)
Sagnorðið bara (af bar, í fornu máli af barr) er
x) bannvíti er haft — auk eiginlegrar merkíngar, en í henni er
orðið sjaldhaft — líka sem mildunarorð fyrir helvíti.
4*