Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 72
72
Sigfús Blöndal
síðan 1918 sagnfræðingurinn Knud Fabricius. Af þessum
mönnum hefur mest kveðið að Julius Lassen, og hefur Garð-
ur alveg umskapast á hans tfð Hann var bæði elskaður og
virtur af Garðbúum, enda gerði hann og hin ágæta kona
hans sjer á allar lundir far um að hlynna að þeim í stóru og
smáu Mega margir íslenskir stúdentar frá þeim tíma einkum
minnast þess, hvernig hann reyndist þeim. Aðalatburður á
stjórnarárum hans var að hann útvegaði fje hjá þinginu til að
láta stækka Garð, og breyta smámsaman öllum herbergjunum
í einbýlisherbergi, og innleiða ýmisleg þægindi, betri baðstof-
ur, fimleikasal, rafljós o. fl., auk þess sem hann fjekk náms-
styrkinn hækkaðan. I’essi umbygging Garðs var gerð á árunum
1907—1909; var þá gerður bogagangurinn undir lestrarsalnum
út að Köbmagergade, sem nú prýðir þá hlið Garðs svo mjög;
stóð hinn frægi byggingaraeistari Martin Borch fyrir smíðinni.
1865 fengu Garðbúar að velja sjer einskonar formann
úr sfnum hóp, sem kallaður er hringjari (Klokker)1). Síð-
ar hafa komið til eftirlitsmenn með þjónunum (Karleinspektörer),
skjalavörður (1896) og formaður kaupijelagsins, sem Garðbúar
stofnuðu 1892. Yms smáfjelög hafa kotnið upp auk hinna
áðurnefndu vökufjelaga, söngfjelög, skilmingatjelög o. s. frv.,
en flest þeirra hafa átt skamman aldur. Kaupfjelag Garð-
búa blómgast vel, og það ásamt dyraverðinum, sem hefur
veitingaleyfi á kaffi og ljettu öli og þesskonar, sjer fyrir þeim
nauðsynjum Garðbúa. Flestir Garðbúar hafa málamat hjá
sjálfum sjer, en borða úti í bæ miðdagsverð.
Um íslenska stúdenta á Garði og líf þeirra yfirleitt við
Hafnarháskóla mætti skrifa heila bók. J>ó stundum væri brös-
ótt milli þeirra og hinna dönsku fjelaga þeirra, fór það
venjulega svo á endanum, að allflestir landar eignuðust ýmsa
góða vini úr hinum hópnum, og sáu þá báðir partar oft og
einatt hvað rangsleitnislega þeir höfðu litið á hina 1 byijuninni.
íslensku stúdentarnir hjeldu sig fyrst framan af mest með
Norðmönnum, síðar sást oft að Jótar og íslendingar hjeldu
saman gegn Eydönum. Á síðari hluta 19. aldar var orðin
föst regla, að ekki mættu fleiri en 1 2 íslendingar búa á Garði
í einu, hinir fengu húsaleigustyrk. Garðbúar urðu oft fyrir
miklum heimsóknum af bæjarstúdentum, og því kusu ýmsir
heldur húsaleigustyrkinn. Á drykkjuskapar og barsmíðatímum
fengu Islendingar orð á sjer fyrir drabþ og hreysti í bardög-
um, og eimdi eftir af þessu. Dálítið var satt í þessu, og
*) Af Islendingum hafa aðeins tveir verið hringjarar það jeg veit:
Skúli Nordal sýslumaður og Klemens Jónsson, núv. ráðherra.