Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 79
Brjef til Jóns Sigurðssonar
79
eg óska þú gætir einhver not af haft. Eg fyrirverð mig,
þegar eg hugsa til þess, að eg fór að taka við borgun
fyrir það lítilræði af þjer. En það er nú komið sem
komið er. Eg skal, ef lifi og mögulega get, hugsa til
þín með áframhaldið. Nú sen) stendur er eg hálflasinn,
og hefi legið 2 daga rúmfastur af — eg held — »gigt-
feber«. Höfuðið var einkum slæmt, so eg þreytist að
lesa eða skrifa og hefi ekki nema x/2 sjón. Pú mátt því
eigi búast við löngu eða liðlegu brjefi frá mjer núna,
hvorki til anda eða handa.
Mjer er það gleði að þú og aðrir góðir menn leggja
gott til mín fyrir söguna. Eg er kvíðandi yfir henni, hve
nær sem eg skrifa staf, en hvaða eymd sem á mig sæk-
ir, t. d. sjúkdómar, okónómjiskt) basl og þessk(onar), þá
lifnar hugurinn öðrum þræði við slík störf. Pað er mála
sannast sem þú segir, »að eg þurfi að lesa lángarsögur*
og segja síðan frá; svo á það að vera. En nokkuð bag-
ar það mig, að eg verð að gjöra þetta að nokkru leyti
í hjáverkum, því þó Processar sjeu ei margir, ver eg
margri stund til þeirra og er þá allur hugurínn þar, og
ýmislegt hefi eg öðrum þræði til þess að ná í þann og
þann dalinn. Petta er alt í molum fyrir mjer eins og þú
veitst, en þekkíngin fremur lítil. Annað bagar mig líka,
eg skil so illa málin: í frönsku er eg ónýtur, ensku og
þýzku skil eg, þegar ljett er, en það sem þúngt og marg-
brotið er tefur mig. Sænska er mjer sama sem danska,
og hjer er talsvert á bibliotekinu af sænskum bókum;
en það er þá að eins Svíþjóðar saga býst eg við. Eg
hefi Becker og Rotteck á dönsku og svo þessar ýmsu
dönsku söguba kur, sem þú þekkir, og úr þessu er eg
að moða. Eg vinn þetta sem eg vinn glaður og af
góðum huga og vona það, að guð gefi að einhver geti
haft gagn og gaman af því. Ekki gleymdi eg ísl(ands)
sögu, en eg vildi ekki setja hana þar inn í, at þeirri að-