Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Blaðsíða 32
32
Halldór Hermannsson
þar miklu af náttúrugripum og þesskonar. Bar ekkert
sjerstaklega sögulegt til tíðinda meðal þeirra, og hjeldu
þeir áfram starfi sínu þar þangað til sumarið 1916; þá
fóru þeir allir heimleiðis og var þar með lokið leiðangr-
inum frá þeirra hálfu.
Mikið óhapp var það, að svona skyldi fara með
»Karluk«. Ekkert hafði verið sparað til þess að gera
leiðangurinn sem allra best úr garði, en mikið af þeim
útbúningi fórst með skipinu, og vísindamennirnir, sem
með því voru, fengu lítið gert; þó gátu þeir gert ýmsar
mælingar og annað þesskonar, meðan skipið rak á ísnum.
Var áhaldaleysi tíðum Vilhjálmi til baga á sleðaferðunum,
og því gat hann gert tiltölulega lítið af vísindalegum
athugunum, enda fór hann einatt hratt yfir. Pó var ár-
angurinn af leiðangrinum að öllu samanlögðu mikill, sjer-
staklega af störfum suðurhlutans. En landkannanir, dýpta-
og strauma-mælingar Vilhjálms á sleðaferðunum voru mjög
merkilegar, enda fór hann um og rannsakaði alt að
100,000 enskra ferhyrningsmílna af óþektu landi og hafi,
og er það ekki lítið. Nú er stjórnin í Kanada að gefa
út rit um vísindalegan árangur leiðangursins, og verða
það áður lýkur mörg bindi, líklega milli tíu og tuttugu.
Sjálfur telur Vilhjálmur það einna mikilverðast, að
hann með ferðinni hefur sýnt og sannað, að á þenna
hátt megi ferðast nálega hvar sem vera skal í Norður-
íshafinu og löndunum þar, nema auðvitað uppá Græn-
landsjöklum, þar sem ekkert dýralíf er. Að vísu hafa
fyrri landkannendur lifað af landinu, en þeir hafa gert
það sem neyðarúrræði, og aldrei hefur ferð verið hafin,
sem hefur sett sjer það markmið að lifa á þenna hátt,
fyr en Vilhjálmur fór þessar ferðir, og að því leyti tákn-
ar ferð hans tímamót í sögu pólarferðanna. Pað er ann-
ars eftirtektavert, hvernig pólarferðirnar smámsaman
breytast. Pegar þær byrja seinast á 16. öld og alla 17.