Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 20
20
Halldór Hermannsson
sóktium, þetta vera mesta fífldirtska. Svæðið, sem hann
ætlaði að ferðast um, var af vísindamönnum jafnaðarleg-
ast talið snautt af öllu dýralífi. Auk þess var það al-
menn skoðun Eskimóa, að ómögulegt væri að afla sjer
þar viðurværis og töldu þeir terðalag þangað vera hið
sama og að ganga út í opinn dauðann. Af þessum á-
stæðum var ekki að tala um, að Vilhjálmur gæti fengið
nokkurn Eskimóa sjer til fylgdar þangað. Þannig
hafði hann eiginlega alla og alt á móti sjer, en samt sem
áður fylgdi hann ódeigur fram stefnu sinni, og ljet ekki
hrakspár annara aftra sjer að neinu, og það jafnvel þótt
útbúnaður hans væri ljelegur.
Hinn 22. mars 1914 lagði Vilhjálmur af stað frá
Martin Point með fjóra sleða og sjö menn; auðvitað
ætlaði hann ekki að taka með sjer alla leið meira en
tvo menn. Petta var óhagkvæmur tími að byrja ferðina,
því að nú var farið að líða mjög á veturinn. ísalögin
voru ekki sem best, ofsaveður hafði víða brotið þau og
myndað breiða ála og veðrið var hlýtt. Urðu þeir því
að bíða þess, er þeir voru komnir skamt frá landi, að
frostharkan yrði meiri. Meðan þeir biðu þessa, voru tveir
menn sendir til lands með góðan sleða og olíubrúsa, sem
þurfti viðgerðar. En þá vildi svo til, að ofsarok skall á
og stóð í heilan dag, og er því slotaði hafði ísspilda sú,
er Vilhjálmur og fjelagar hans voru á, losnað frá land-
ísnum og rekið 20 mílur frá landi og 40 mílur austur
eftir. Gátu því þeir tveir menn, er sendir höfðu verið
til lands, ekki fundið þá aftur, en það var næsta óþægi-
legt fyrir Vilhjálm, því að þessir menn höfðu ýms tól
með sjer, sem hann þurfti með, og auk þess ágætan
sleða og góða hunda. Hjelt hann samt norður eftir á
æði viðsjálum ís þangað til 7. apríl; þá sendi hann þrjá
tnenn aftur til lands, og með þeim ýmsar skipanir til dr.
Anderson, meðal annars þess efnis, að tvö af smáskipunum