Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 112
1 12
Giovanni Papini
En einn hæfileika á maðurinn og hefur að nokkru
leyti vald yfir og það er hæfileikinn til að hugsa, til að
rannsaka tilfinningar sínar og hugarhreyfingar og vega
og meta áhrifin frá umheiminum og hinum andlega heimi.
Hver sem gerir það með alvöru, kemst fyr eða síðar að
raun um, að kjarninn í sálarlífinu, að minsta kosti allra
þeirra manna, sem vaknaðir eru til nokkurs andlegs lífs,
er þráin eftir æðra »lífsplani«, hærra tilveruásigkomulagi,
og löngunin eftir að leggja sinn veika vilja undir vilja
æðri eða æðsta máttar. Papini sannar með eldheitri
andagift, að þessi þrá fullnægist aðeins í hreinni, barns-
legri trú á Frelsarann, sem með kenningu sinni og lífi
opnaði augu lærisveina sinna, fyr og síðar, á sannleikan-
um, og er sá einasti, sem hefur vísað á leiðina til hins
sanna andlega lífs í guðsríkinu, sem liann boðaði.
En margir, sem hneigjast að trúlyndi, finna ekki full-
nægingu fyrir guðræknistilfinningum sínum í kenningum
kirkjunnar, finnast þær of þröngvar eða kreddubundnar,
en þeir verða að gæta að því, eins og Hennitig Jensen
hefur nýlega ritað um í Hllustreret Tidende«, að kirkj-
an getur ekki gefið þeim aðra andlega fæðu en þau höf-
uðsannindi, sem hún er bygð á, að Jesús Kristur er guðs
sonur og Frelsari mannkynsins. Petta er höfuðatriðið,
grundvöllurinn undir öllu andlegu lífi. öllum mannkær-
leika og miskunsemi á jörðunni. Öll bók Papinis er
skörp rökleiðsla og söguleg staðhæfing þessara sanninda.
Eins og gefur að skilja er öll lífssaga Krists bygð á
Ritningunni og auðvitað mest á Nýjatestamentinu, en öllu
er safnað í skipulega heild. En Papini kastar nýju ljósi
yfir margar kenningar Meistarans. Hann sýnir fram á,
að margar skoðanir og kenningar Jesú voru alveg nýjar
og áður óþektar í heiminum, og hlutu því að mæta hinni
svæsnustu mótstöðu hjá svo íhaldsamri og kreddufastri
þjóð eins og Gyðingar voru á hans dögum. Jesús er sá