Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Blaðsíða 91
Brjcf til Jóns Sigurðssonar
91
Eg er með mestallan hugann, og hefi verið í vetur,
í málunum. Jacobsens stríðið er ekki nærri á enda enn,
Collega minn hefir nú nýfitjað upp 3 mál Andersons
vegna móti Jacobsen, sem eg vona að hann (o: J. G.)
tapi öllum saman, hvernig sem hann »perrist í«. Pessi
3 mál eru út af smá skuldapóstum, sem A. telur sig eiga
hjá J., en sem heyra inn undir höfuðsökina, aðalreikning-
inn, sem ekkert verður um sagt, fyr en hann er saminn,
en hann er ósaminn þann dag í dag. Öll þessi mál
fara sjálfsagt til hæsta rjettar. Eg vona að Jacobsen
sigri á endanum. Hann hefir sent hingað 8 skip í sum-
ar og von á tveimur. Dugur er í þeim stutta. Og þenna
mann vilja kaupmenn ofan ríða. Sona skal hver hönd-
in vera uppi móti annari.
Við kveðjum ykkur kærlegast.
Pinn elsk. bróðir
Páll Melsteð.
IX.
Reykjavík 9. Dec. 1868.
Elskulegi bróðir minn.
Hafðu heiður og þökk fyrir brjefið og sendinguna
með Fönix, og gladdir þú mig, sem þú hefir löngum gjört,
með þessu. Pú ert samur og jafn og þreytist ekki að
vinna fyrir aldna og óborna, og verja rjettindi þessa lands,
og vel hefir þjer tekist þessu sinni eins og vant er.
Mikil ógerð er nú Ploug í raun og veru, og þetta þykist
vera frjálslyndur maður og berjast fyrir þjóðrjettindum
manna. Hefðu nú blöðin okkar hjer verið blöð, þá
hefðu þessar greinir átt að koma þar á íslenzku, en Pjóð-
ólfur kærir sig víst eigi um að fylla dálka sína með þín-
um orðum, og Norðanfari er oflángt í burtu og máske
þorir það eigi eða má það eigi fyrir Havstein.
Nú er mjer annars nærri að halda að Collega mínum