Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Blaðsíða 17
Vilhjálmur Stefánsson
17
hvítum mönnum og tveimur Eskimóum til þess að veiða
dýr til matar handa skipshöfninni. Petta var í seinna
hluta september. Til þessarar ferðar tók hann með sjer
einungis hið allranauðsynlegasta, því að hann ætlaði að
vera mjög stuttan tíma í burtu; hann tók jafnvel ekki
bestu byssuna sína með, en skildi hana eftir ásamt öllu
öðru á >Karluk«. En þegar hann var farinn í burtu,
skall á hið mesta ofviðri á norðaustan með mikilli snjó-
komu. Hann og fjelagar hans urðu veðurteptir á lítilli
eyju þar í flóanum; þegar svo hríðinni ljetti upp nokkr-
um dögum seinna, var skipið horfið úr augsýn. Peir
fjelagar komust um síðir í land, en ekki varð þeim þar
gott til veiða. Hjeldu þeir vestur eftir ströndinni, ef
vera mætti, að þeir sæju eða frjettu eitthvað til »Karluk«.
Komust þeir alla leið til Cape Smythe, sem liggur fyrir
vestan Point Barrow. Frjetti hann þar, að nokkrum tíma
áður hefði skip sjest langt úti fyrir, austan til við Point
Barrow, og þóttust kunnugir þar þekkja »Karluk«, en nú
var það þegar horfið. Taldi Vilhjálmur það ógjörlegt með
útbúningi þeim, er hann þá hafði, að fara að leita þess,
enda mundi þaö víst árangurslaust. Og »Karluk« leit
hann aldrei aftur. Kemur það og þeir menn, sem á því
voru, ekki frekar við ferðir Vilhjálms, en seinna skal
drepið á afdrif þess.
Vilhjálmur stóð nú uppi með tvær hendur tómar.
Allir samferðamenn hans nema þrír voru á »Karluk«, öll
verkfæri, allar vistir og annar útbúningur, sleðar, hundar
og peningar voru þar. Að vísu var allmikill forði og á-
höld á hinum skipunum, en það var alt ætlað hinum
flokknum. Vissi hann og ekkert um, hvað af þeim hafði
orðið, síðan þau skildu við »Karluk« norður af Berings-
sundi. Seinna frjetti hann þó, að þau hefðu komist aust-
ur með landi og lægju nú föst í ís við Collinson Point.
Ekki ljet hann þó hugfallast. Pað má segja um hann,