Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 145
Bókafregnir
'45-
hans á móti einokunarversluninni, 4. um Jón Steingrímsson
prófast og æfisögu hans, 5. um erfikenningar í íslenskum bók-
mentum, 6. Island og Norðurlönd og 7. um Fjall-Eyvind.
Allar eru ritgjörðir þessar fróðlegar og miða að því að breiða
út rjetta þekkingu á nokkrum atriðum í íslands sögu á hin-
um síðari öldum.
Henry George, Fremskridt og1 fattig'dom, 4. útg.,
Kmhöfn 1923, 292 bls. Verð 4,50. Ýmsir íslendingar munu
kannast við Henry George, hinn frægasta þjóðmegunarfræðing
Bandarfkjanna. Hið merkasta rit hans er bók sú, sem hjer
er nefnd. Af henni er nú komin út ný og endurbætt þýðing
á dönsku eftir Jakob E. Lange, kennara, er hefur lagt sjer-
staka stund á kenningar Henry George og þjóðmegunarfræði.
L. V. Bireh. Verdenskrisen og Danmark, Kmhöfn
1922, 117 bls. Verð 3,75. Prófessor Birck er einn hinn
frumlegasti þjóðmegunarfræðingur á Norðurlöndum. Hann er
djarfur maður og hikar ekki við að segja mönnum til synd-
anna; hafa bankastjórar og ýmsir mikilsmegandi fjárglæfra-
menn í Danmörku fengið að kenna á því. Hjer skal því
vakin athygli á þessari bók hans, er inniheldur margan fróð-
leik um peningamálefni nú á hinum síðustu árum; mundu ís-
lendingar hafa gott af að Iesa hana.
Tvær bækur fyrir ferðamenn, Holger Rosen-
berg, Om at rejse. Kmhöfn, 1924. 120 bls 3 kr.
Marius Vibák og Richard Kramer, Deutsche Um-
gangssprache fúr Auslánder, Kmhöfn 1922. 187 bls.
og uppdráttur yfir Berlín, innb. 6,75. Fyrri bókin er eftir
víðkunnan ferðamann og er leiðarvísir fyrir þá er ferðast í
útlöndum. Síðari bókin segir frá lifnaðarháttum, siðum og
venjum á Þýskalandi, en þó einkum í Berlín, og er rituð á
vönduðu daglegu máli.
Holg'er Mygind, Pompeji með 150 myndum. Kmhöfn,
1923, Gyldendal, 144 bls. og einn uppdráttur. Verð 9.50 Aður
en Pompeji eyðilagðist í eldgosinu úr Vesúv 79 e Kr voru þar
20—300:0 íbúar, og verslun mikil. Nú á síðari tímum hef-
ur mikill hluti bæjarins verið grafinn upp, og mikill fróðleikur
hefur komið í Ijós um fornlíf Rómverja, er hrauninu hefur
verið fiett ofanaf rústum borgarinnar. Prófessor Mygind er
einhver hinn fróðasti maður á Norðurlöndum um Pompeji; í
bók þessari hefur hann á gagnorðan og glöggan hátt lýst
Pompeji eins og rústirnar eru nú. Efninu hefur hann skipað
þannig, að bókin geti verið leiðarvísir fyrir þá menn, sem
fara að skoða borgarrústir þessar. Hann lýsir því hvernig
10