Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 81
Krjef til Jóns Sigurðssonar
81
Eptir því sem eg kemst næst, held eg fjárhags-
greinin í Pjóðólfi hafi engin áhrif gjört, og heldur þótt
lúaleg og óþjóöieg. Pað getur verið aö hún sje samin
af mikilli snild og djúpsettri þekkingu; eg skal ekkert
þar um segja. En ilia þykir mjer það fara að kraptar
manna sundrast í því, sem mest á ríður. En þá óbifan-
legu trú hefi eg bróðir minn, að þú sigrir alstaðar á
endanum, ellegar þá að hin íslenzka þjóð á að hverfa
úr sögunni, en það fæ eg ekki skilið, af því að guð hefir
sett hana so afskekta og umgirt hana með úthafinu öllu
megin. Peir eru margir og verða ætíð nokkrir, sem dríta
í sitt eigið hreiður, það er satt, en hinir eru svo marg-
falt fleiri, sem finna að eitthvað er að meira en minna,
og æskja breytíngar til hins betra, og það er þó fyrsti
vegurinn til framfaranna.
Mikið hefir það sært mig bannsett málið þeirra Hall-
dórs og Benedikts. Pað er hörmulegt að nýtir menn
skuli verja tíðinni til þess að liggja í slíkum illdeildum í
stað hins að starfa eitthvað nytsamlegt fyrir blessaða
fósturjörðina, sem þarf allra sinna barna með, ef þau geta
unnið.
Við höfum haft mál með lángflesta móti í yfirdómi
þetta árið, og sum allmerkileg og stór t. d. lýsismál
Hendersons og Danielsens. Mikill aumíngi er Clausen
minn í dómaragjörðum sínum, og gjörir það honum verst,
að hann flaustrar því öllu af, en ötull er hann. Eg held
hann kunni lítið í íslenzku. Böving hefir sent frá sjer
eina sök, þar vantaði stefnu, svo alt varð ómerkt, sem
hann hafði gjört. Frá Olivar(ius) hefir ekkert komið til
þessa dags. Clausen er optast á Scenunni hjá okkur.
Eins vildi eg nú biðja þig bróðir minn, og það er
að senda mjer þá nýjustu geografiu, sem til er hjá Dön-
um. Er ekki Erslev góður, eða er Rimestad betri? Eg
skal bera mig að borga þjer hana einhverntíma.
6