Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 8
8
Halldór Hermannsson
minsta kosti um eitt ár, ab þeir gætu gefið sig að því,
sem var takmark leiðangursins. Peir urðu að dvelja vetr-
arlangt þar, einmitt á þeim slóðum, þar sem lítið var um
dýraveiðar, og urðu að kaupa fæði af hvölurum og kaup-
mönnum, sem þar voru. Dvöldu þeir veturinn 1908—09
á ýmsum stöðum, en þó var dvöl þeirra ekki árangurs-
laus, því að Vilhjálmur gat fengist við mannfræðis- og forn-
fræðisrannsóknir, en Anderson við náttúrufræðislegar at-
huganir og söfnun dýra og annara náttúrugripa. Næsta
sumar hjeldu þeir austur með ströndinni, og seint í ágúst-
mánuði komst Vilhjálmur til Cape Parry og settist að
þar í nánd um hríð, og tók að búa sig undir veturinn
með því að veiða dýr og þurka ket þeirra sem vetrar-
forða. Seinna hjelt hann upp með Hortonfljótinu og
hafði þar bækistöð sína um veturinn, en fór þó allmikið
þar um landið. Vistaskortur varð nokkur, því bæði fór
ekki alt eins og ákvarðað hafði verið um ferðalagið, og
svo varð þeim, er upp í landið dró, ekki sem best til
fanga aðallega af því að þeir voru ókunnugir landshátt-
um og þektu ekki þá staði, er dýr helst hjeldust við.
Nokkurn tíma varð Vilhjálmur og fylgdarmenn hans að
lifa á selslýsi, en vegna þess að það varð eigi melt
nema eitthvað fyrirferðamikið væri blandað við það,
ljetu þeir fuglafiður og hreindýrahár í lýsið og átu það
þannig, en sem betur fór, þurftu þeir ekki lengi að lifa
við slíkan kost, því að brátt varð bætt úr skortinum.
Dr. Anderson var lengst af niður við ströndina, og þar
varð hann og Eskimóa fjelagi hans veikir af lungnabólgu;
þeim batnaði samt báðum, þó ekki væri aðhjúkrunin góð.
Hingað til höfðu þeir ferðast um hjeruð, sem að vísu
voru lítt kunn, en þó ekki alveg ókönnuð. En nú var
eftir að leggja lengra austur á bóginn þar sem óvissan
var meiri, svæðið á ströndinni milli Cape Parry og Cape
Krusenstern og landið þar upp af. Eskimóar þeir, er