Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 21
Vilhjálmur Stefánsson
21
skyldu send um sumarið, ef mögulegt væri, til Banks-
lands og máske til Prins Patrickseyjar með áhöld og
vistir.
Sjálfur hjelt hann nú norður eftir með tveimur norsk-
um mönnum Storker T. Storkerson og Ole Andreasen.
Teir höfðu einn sleða og sex hunda, fæði handa mönn-
um í 30 daga og handa hundum í 40 daga, tvo rifla
með 330 hleðslum, vísindaleg áhöld, svefnpoka o. s. frv.
Hingað til hafði verið tiltölulega hlýtt í veðri, en nú fór
mjög að kólna aftur og var það mikilsvert, því ab álarnir
milli jakanna frusu nú og gerði það ferðina greiðari. Ekki
spöruðu þeir mat við sig eða hundana, en treystu því,
að þegar vistirnar þryti, mundi hægt að veiða seli til mat-
ar. í*eir fóru eins hratt yfir og þeir gátu, því að nú tók
sumarið að nálgast og mátti brátt búast við ísbráð. Með-
an vistirnar entust, gáfu þeir sjer ekki tíma til að skygn-
ast eftir selum, en þegar þær fóru að minka, urðu þeir
að fara að hugsa fyrir annari fæðu, og satt að segja sáu
þeir enga seli. Má geta því nærri, að það olli Vilhjálmi
nokkurrar áhyggju, og hjá honum hlaut að vakna við og
við efi um skoðun þá, er hann hafði bygt ferðina á, að
hjer mætti finna nóga fæðu. Peir ljetu þetta þó ekki
aftra sjer frá því að reyna að komast sem lengst áður vor-
bráðin kæmi, en nú fundu þeir til þess, að þeir höfðu
ekki getað lagt af stað tveimur eða þrem vikum áður
en þeir gerðu, því að þá hefði ferðin gengið fljótar, með-
an kuldinn var mikill og ísinn góður yfirferðar. Loks
sáu þeir tvo seli og fengu skotið þá, en þeir sukku báð-
ir; það var leiðinlegt, en þó gleðiefni, að hafa sjeð þá,
því að nú vissu þeir, að selir voru til þarna norðurfrá.
Nú fór að líða að miðjum maí og ukust vandræðin
með degi hverjum, álarnir urðu fleiri og stærri, vistirnar
þverruðu, höfðu þeir lifað á hálfskömtum um hríð og
hundarnir urðu að eta skinn og skó, og ljósmeti höfðu