Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 71
Úr sögu Garðs og Garðbúa
71
leikritið danska »Den forvandlede Regensianer« og ljeku
Garðbúar það. Stúdentagleðileikir Hostrups munu flestum
kunnir. En þegar nálgaðist miðbik aldarinnar, fóru menn að
fá meiri áhuga á stjórnmálum. Samúðartilfinningin við hinar
■norrænu þjóðirnar fór vaxandi 1838 kom hópur af sænsk-
um stúdentum til að sækja heim Garðbúa; árið eftir sömdu
stúdentar á Garði ávarp til Kristjáns konungs áttunda 3 des.,
-er hann tók við ríki; höfðu menn gert sjer miklar vonir um
að hann mundi breyta einveldinu, en er það brást, urðu menn
honum andsnúnir. Kom það oft fram á næstu árum, að
tnönnum fanst Garður eins og sjálfsagður kastali og skjól
frelsishreyfinganna. Þegar Orla Lehmann 1842 var dæmdur
ísekur, varð uppþot og gekk múgurinn fram hjá Garði og
kallaði á stúdenta að koma með, en þáverandi prófastur ljet
loka hliðinu og bannaði Garðbúum að fara út
Á ríkisárum Kristjáns IX. þegar deilurnar milli vinstri og
ihægri manna geisuðu sem mest, var líka megn æsingur á
Garði, og um eitt skeið var svo, að stúdentar af ýmsum flokk-
»nn vildu varla tala saman, heldur skiftust brjefum á, ef þeir
þurftu. f’etta rjenaði nú auðvitað smám saman, en prófastur
átti oft erfiða aðstöðu, ekki síst vegna þess að háskólastjórn-
in var yfirleitt íhaldssöm, svo hann varð eins og milli steins
og sleggju. — f’egar hann slakaði til við stúdenta, var náms-
styrkjastjórnin óánægð, og þegar prófastur svo bannaði stú-
dentum eitthvað af pólitískum ástæðum, urðu þeir óánægðir.
Á síðustu áratugum hefur samt Ktið eða ekkert borið á að
pólitík hafi raskað samkomulagi milli prófasts og stúdenta.
Að því er snertir innri stjórn Garðs á 19. öldinni, má
nefna, að vísiprófastsembættið var loks gert að föstu embætti
1831, og fjekk sá embættismaður nú fastan bústað á Garði.
Gegnir hann störfum prófasts í fráföllum hans, og hefur um-
sjón með bókasafninu og eftirlit með vinnufólki. Fyrsti vfsi-
prófasturinn í nýju stöðunni var Fabricius, sem um leið var
undirbókavörður við Kgl. bókasafnið. Gegndi hann því starfi
til 1879; þá’ tók við Islendingurinn Eiríkur Jónsson, mest
kunnur fyrir orðabók sína, og var það til dauðadags (1899);
þá justitsráð S. Skouboe (f 1916) og síðan núverandi vísi-
prófastur Dr. Thune Jacobsen. Prófastar hafa verið eftir
Nyerup, málfræðingurinn F. Petersen (1829 —1859J, lög-
fræðingurinn F. 'J. T. Gram (1859—1871), J. M. V. Nelle-
mann (1871 —1876), síðar kunnur sem ráðherra og stjórn-
málamaður, fornmálamaðurinn J. L. Ussing (1876—1895),
Julius Lassen hinn frægi lögfræðingur (1895 —1918), og