Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 104
104
Sveinbjörn Gestur Sveinbjörnsson
Pegar í skóla hneigðist hugur hans allmjög að mál-
fræði, sjerstaklega að frakknesku, var hann mjög vel að
sjer í henni og talaði hana viðstöðulaust síðasta árið 1
skóla. Pó var alls ekki kent þar að tala frakknesku
fremur en önnur lifandi mál, og til hennar var varið frem-
ur litlum tíma; sú deild, sem Sveinbjörn var í, byrjaði
fyrst að lesa frakknesku í 2. bekk, því þá var innleidd
ný reglugerð fyrir latfnuskólann; urðum vjer, sem vorunv
í þeirri deild, fremur hart úti með kenslu í hinum nýju
málum, en Sveinbjörn las frakknesku af sjálfsdáðum og
æfði sig að tala hana með því að gefa sig á tal við
frakkneska sjómenn
1882 var hið mesta vandræðasumar, þá gekk misl-
ingasóttin mikla um vorið og fram á mitt sumarið. Sök-
um veikinda í skólanum var eigi hægt að halda árspróf
nema yfir 6 piltum og voru menn fluttir upp úr bekkjum
próflaust. Petta ár útskrifaðbt Sveinbjörn og vjer allir
sambekkingarnir nema tveir, er biðu næsta vors sökum
veikindanna. Af oss 17 sigldu þá 11 og las hver sfna
fræðigrein. Af þeim völdu fjórir sjer fræðigreinar, sem
enginn íslendingur hafði fyr lagt stund á í háskólanum.
Einn af hinum fjórum var Sveinbjörn. Hann hafði hug
til þess að sigla til háskólans, þótt efnahagur frú Mar-
grjetar móður* hans væri þröngur og hún gæti ekki stutt
hann með fje. Annað þótti honum eigi duga, því að
hann vildi lesa málfræði og verða kennari. Eins og geta
má nærri kaus hann sjer frakknesku fyrir aðalnámsgrein
og hlaut hann þá að lesa latínu líka, því að hún fylgdi
eðlilega frakknesku, en Sveinbjörn var einnig vel fær í
latínu. Eeir sem stunduðu málfræði á þeim árum við
háskólann og lásu undir skólakennarapróf, voru skyldir
að lesa annaðhvort latínu eða grísku. Priðja námsgrein
Sveinbjarnar var enska. Eins og lög gera ráð fyrir tók
Sveinbjörn próf í heimspeki vorið eftir að hann kom til