Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Side 11
Vilhjálmur Stefánsson
11
móaflokka tala um og þeir [kölluðu kablunat. »Gátuð
þið ekki sjeð það strax á bláu augunum mínum og litn-
um á skeggi mínu ?« spurði Vilhjálmur þá. feir svöruðu:
»Við vissum ekki, hvaða litarhátt kablunat hafa, og auk
þess hafa nágrannar okkar norður frá augu og skegg
eins og þú«. Petta var það fyrsta, sem Vilhjálmur heyrði
um hina svokölluðu »bjarthærðu« Eskimóa, sem svo mik-
ið hefur verið rætt um síðan.
Eftir að hafa dvalið þarna í nokkra daga, fjekk Vil-
hjálmur fylgd norður í Viktoríuland til þessa kynflokks,
sem honum hafði verið sagt frá. Tóku þessir menn
honum vel sem hinir fyrri, en honum varð þegar allstar-
sýnt á þá; þeir voru flestir stærri vexti en aðrir Eski-
móar og margir þeirra að yfirliti frábrugðnir þeim, augu
og háralitur á mörgum alleinkennilegur og öðruvísi en
tíðkast þar nyrðra. Pótti honum þeir í mörgu líkir nor-
rænum mönnum. Af tæpum þúsund mönnum voru tíu
eða fleiri bláeygir og allmargir höfðu ljósbrúnt skegg;
margir þeirra voru skegglausir, því að það var siður
þeirra, eins og tfðkast meðal Indíána, að kippa snemma
hárunum upp með rótum; hár höfðu sumir dökkbrúnt
eða rauðbrúnt, rauðleiti liturinn nokkuð meiri að framan
heldur en í hnakkanum; augabrýrnar á nálega helmingn-
um höfðu ýmist dökkbrún eða ljósbrún hár og jafnvel
þaðan af ljósari. Petta er nú alt æði merkilegt, því að
annars hafa óblandaðir Eskimóar mórauð augu og hrafn-
svart hár sem Kínverjar. En auk þess var annað ein-
kennilegt við þennan flokk og það var höfuðlagið, Vana-
lega hafa Eskimóar mjóa hauskúpu og breitt andlit; það
er að segja þeir hafa það, sem kallað er á vísindamáli
andlits-»index« yfir ioo; en það er undir ioo, þegar
höfuðið er breiðara en andlitið. Mælingar á höfðum
Eskimóa þarna norður frá sýna venjulega »index« frá ioi —
105; í Labrador og á Grænlatidi hafa hinsvegar Eski-