Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Blaðsíða 52
52
Finnur Jónsson
ekki í Fritzner, en kann þó að vera fornt (og mundi þá
hafa hljóðað barra).
bara, = aðeins, er tökuorð (skylt ber) og þó ekki
allúngt. Björn hefur það ekki.
Svo eru baran (nafno. = mæða), baráttulaus
og baraxlaður, sem bæði gætu verið gömul. — bar-
beri = háhyrníngur veit jeg ekki hvað er. — barða
(hamar til að berja fisk) er varla fornt. — bardaga-
(-fús, -girni, -ljóð, -svið, -völlur) gætu öll verið forn; þó
er b.-hljóð og b.-svið eflaust fremur ný. — barða- finst
í nokkrum samsetníngum (-breiður, -hattur, -laus,
-mikill, -stór), alt um hatt, þó að orðin geti verið forn,
eru þau þó líklega nokkuð ýngri; í barðaprjón hefur
barða- sjerstaka merkíng. —- barðfiskur gæti verið
fornt. bardúsa = sýsla (fitla) við e-ð, veit jeg ekki
hvað er; afbakað tökuorð, og heldur ekki tíðhaft (jeg
hef aldrei heyrt það). barefli er tæplega fornt, merkir
eiginlega »afl (krafl) til að berja«, og svo það sem
barið er með. — bar(r)fellir er víst nýmyndað orð um
viðinn »larix«. — barfenni af (fönn) er tæplega fornt.
— barjel (mállýskuorð) er tökuorð úr ensku. — barka
(af börkur), sagno., = að lita (með berki, barklegi) er
jafngamalt þeirri litunaraðferð; hvað gömul hún er, veit
jeg ekki.
Svo kemur runa af orðum með barka(r)- og bark-
(um 30) og fer merkíngin eftir því, hvort orðið kemur af
barki (sem getur aftur haft ýmsar merkíngar) eða af
börkur. Sum af þeim geta vel verið forn (t. d. barkar-
brauð; barkaröng o. s. frv.). Aftur eru önnur efalaust
ýngri og allúng, t. d. þau sem snerta læknisaðferð við
barka(mein) og það sem þar til heyrir (barka-blaðka,
•drep, -kvíslir, -lok, -op, -rætur, -skurður). bark-
bátur er nýmyndun (= kano). barkskip (barkur) er
hálftökuorð. — barkrókur: hvað er bar hjer? — barlaus