Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Qupperneq 134
*34
Fimm smárit um Grænland o*r íslarui
band við hann, er hinn þjóðkunni lýðskólastjóri Lars Eskeland
á Voss. Hann reyndi lengi að telja þá íslendinga, er hann
hitti og kyntist, á að skilja við Dani og sameinast Noregi;
en er hann sannfærðist um, að þeir vildu alls ekki samein-
ast Noregi, hætti hann þessum fortölum sínum. en tók að
benda þeim á að best væri fyrir íslendinga að skilja við
Dai i og verða sjálfstætt ríki, rjett eins og ísland sje ekki sjálf-
stætt ríki; er auðsætt hvað hann meinar með þessu. í sama
tilgangi hafa líka sumir Norðmenn á vorum dögum haldið
fram þeirri vitlausu kenningu, að gamli sáttmáli væri enn í
gildi, og er undarlegt, hve þeim hefur tekist að villa sjónir
fyrir ýmsum landsmönnum í því máli, enda þótt sumir þeirra
væru einstaklega fróðir í sögu landsins. Hjeldu þeir að gamli
sáttmáli væri eitthvert gullvægt frelsisskjal, sem hvert manns-
barn ætti að læra utanað.
Sem betur fer láta margir Norðmenn mál þetta hlut-
laust, og vilja lofa oss íslendingum að vera í fullum friði og
njóta sjálfstæðis vors. En vjer viljum fá að vera 1 friði
fyrir þeim öllum og ráða landi voru og málum sjálfir.
Vjer þykjumst bæði eiga rjett til þess og heimtingu á því.
fað hefur aldrei verið ætlun vor íslendinga með frelsisbaráttu
vorri, að vinna sjálfstæði Iandsins og sjálfsforræði úr höndum
Danastjórnar til þess að selja það Norðmönnum í hendur.
Hve rjettlæti sumra þeirra enn er varið, má glögt sjá af
mörgu því, sem þeir hafa ritað um ísland og málefni þess á
hinum sfðari tfmum, og af framkomu þeirra eða tilkalli til
þessara þriggja gömlu skattlanda, þrátt fyrir það þótt þeir
hafi fengið margfalt meira fje fyrir þau, en þeir áttu skilið og þótt
þeir hafi afsalað sjer öllum rjetti til þeirra. Eða því heimta þeir
eigi Hjaltland og Orkneyjar af Englendingum ? Fyrir þau
lönd hafa þeir ekkert fje fengið.
Það er afarmargt rangt í hinum norsku bæklingum, er
snertir ísland, og er eigi rúm að rekja það hjer. Að eins
skal þess getið, að dr. jur. Arnold Ræstad segir, að ísland
hafi fengið sín eigin stjórnarskipunarlög hjer um bil á sama
tíma sem Ólafur hinn helgi Haraldsson lagði Noreg undir
sig (bls. 4)! Færeyjar, ísland og Grænland kallar hann Ey
Noreg (bls. 3, 7). og lýsir það allvel skoðun hans. Á bls.
18 segir hann, að þjóðernishugmyndin neyði Danmörku til
þess að láta íslendinga fá meira og meira frelsi; þeir Verði
að fá »nokkuð(!) af hinu sama frelsi, sem þeir höfðu í sam-
bandinu við hið gamla norska ríkisfjelag« I Veit hann eigi að
Island er sjálfstætt rfki eða vill hann eigi viðurkenna það?