Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 78
7»
Páll Melsteð
því þar er hann ónýtur og heldur til ills. Eg vil fyrir
hvern mun, að hann verði ekki forseti þingsins. Hann
er langt of iítill í mínum augum til að setjast í það sætL
?ú heldur nú ef til vill bróðir minn að þetta sje allt persónu-
legt hatur til hans. fað er það meðfram, en eg hugsa
líka lengra og hærra en til mín sjálfs. Eg vil að sá sern
leiðir þjóðina, og gengur í fylkingarbroddi hennar, sje
umfram allt góður, drenglyndur maður, hefji fólkið upp,
en stígi ekki ofan í skarnið þar sem þorrinn liggur í
flatur. Pjer vil eg fylgja í flestu bróðir minn, því þú ert
góður drengur, hafinn langt yfir allt srrátt og saurugt.
En J. G. skal eg ekki fylgja, því hann er óðar kominn
í ógöngur og á villugötur. Svei slíkum foringjum aptan.
Eg vil ná í Procurators embættið, ef Herm(annius) fær
Gullbr. sýslu, annars verða þar »constitueraður« um dált-
inn tíma, því til að fá hana, þarf eg ei að hugsa undir
þeirri stafrófsstjórn, sem að völdum situr í Danmörku.
Styrktu mig ef þú getur; því eitthvað þarf eg á að lifa.
i Ex. af ræðum eptir konu mína sál. fylgir með til þín,
og so kær kveðja.
Mundu eptir Hítardals skræðum Sr. Jóns Halldórs-
sonar. Sr. Th(orsteinn) H(jálmarsen) er altaf að rykka
mig um þá bók. t(uus)
P. Melsted.
III.
Rv. 27. okt. 66.
Elskulegi bróðir minn.
Allra beztu þakkir fyrir brjefið þitt frá 4. þ. m. og
almanakið, sem þú gafst mjer á höndina eins og vant err
það er líka so ljómandi að birtir í öllu kotinu. Mjer
þókti vænt að stúdentaskráin komst til þín, og vildi