Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1924, Síða 106
o6
Sveinbjörn Gestur Sveinbjörnsson
uði 1923, er hann var skorinn upp. Það hjálpaði um
tíma, en Sveinbjörn náði sjer þó aldrei aftur. Pað var
magaveiki, sem að honum gekk og varð honum að
bana, en hann hafði aldrei miklar þjáningar og gat oft
verið að lesa, en veikindi þessi neyddu hann til þess, að
fá nú atman í sinn stað til þess að gegna kennarastörfum.
Þó gat hann síðast liðið vor útskrifað sjálfur nemendur
sína.
Sveinbjörn var góður námsmaður í öllum greinum
nema stærðfræði. Hann var bæði mjög næmur sem fað-
ir hans og minnugur, enda fekk hann góða 1. einkunn
við burtfararpróf. Það er eigi heldur efi á því, að hann
hefði fengið gott embættispróf, ef hann hefði þurft að
taka það. Eftir það að Sveinbjörn var orðinn kennari,
fór hann í 12 fyrstu sumrin til Frakklands, en síðan til
Englands nokkrum sinnum og til f’ýskalands og Italfu, til
þess að fullkomna sig í tungumálum og sjerstaklega til
þess að leggja sig eftir hljóðfræði; auk frakknesku lagði
Sveinbjörn allmikla stund á ensku, sem hann kendi í
mörg ár, og ítölsku og spönsku- Á sumum utanferðum
sínum kynti hann sjer líka skóla og kenslumál. Svein-
björn var lipur og laginn kennari, áhugamikill og skyldu-
rækinn um alt starf sitt. Hann heimtaði mikið bæði af
sjálfum sjer og nemendum sínum. Hann kunni vel að
halda uppi aga meðal lærisveina sinna, en var vinsæll og
vel látinn bæði meðal þeirra og kennaranna. Honum var
mjög ant um lærisveina sína, hjálpaði sumum þeirra, er
fátækir voru, og á efri árum, þá er heimsófriðurinn hindr-
aði utanferðir, tók hann einn og einn þeirra með sjer til
dvalar upp í sveit í sumarleyfinu, til þess að gleðja þá,
og til þess að þeir gætu notið sumarleyfisins, en það er í
Danmörku miklu styttra en hjá oss á íslandi, aldrei lengra
en 6 vikur. Oft æfði hann þann pilt, sem hann hafði
með sjer, í að tala frakknesku.